fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. maí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrum forsetaframbjóðandi hvetur til þess að vinnustaður hans bjóði 100 bandarískum fræðimönnum, sem hrakist hafa frá heimalandinu vegna aðgerða ríkisstjórna Donald Trump, störf við skólann.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur Trump-stjórnin skipt sér töluvert af starfsemi bandarískra háskóla og þá hefur engu breytt hvort um sé að ræða opinbera skóla eða háskóla sem reknir eru af einkaaðilum. Erlendir nemar hafa verið reknir úr landi, stjórnvöld hafa skipt sér af ráðningum, uppbyggingu kennslu og rannsókna og skrúfað fyrir fjárframlög til þeirra skóla sem streitast á móti. Fræðimenn og kennarar við bandaríska háskóla hafa í kjölfarið farið að horfa út fyrir landsteinana að störfum þar sem þeir geti treyst því að eiga ekki von á slíkum afskiptum. Sumir þeirra hafa nú þegar ráðið sig til háskóla í öðrum löndum. Eitt þekktasta dæmið er Timothy Snyder sem er einn þekktasti sagnfræðingur heims. Hann var prófessor við Yale-háskóla en hefur fært sig um óákveðinn tíma yfir til Háskólans í Toronto í Kanada.

Samstarf

Baldur hvetur eindregið til þess í nýrri Facebook-færslu að þeir bandarísku fræðimenn og háskólakennarar sem hafa áhuga á að fylgja fordæmi Snyder verði boðnir velkomnir til starfa við Háskóla Íslands. Hann leggur til að skólinn geri þetta í samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið:

„Kippi okkar hraðar inn í nýja öld vísinda og tækni með því að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa. Þeir leita nú margir hverjir logandi ljósi að atvinnutækifærum víðsvegar um heiminn.“

Baldur segir að ein besta leiðin til að bæta íslenskt samfélag sé að efla vísindi og nýsköpun. Það bæti lífskjör allra Íslendinga:

„Nú gefst okkur tækifæri til að byggja upp íslenskt samfélagt með hröðum og skilvirkum hætti.“

Áræðni

Hann segir að eins og staðan sé núna í Bandaríkjunum og heiminum þurfi íslensk stjórnvöld að sýna áræðni:

„Á tímum mikilla framfara í vísindum og gerfigreind þurfa stjórnvöld að sýna áræðni. Þetta er ekki síst mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu og tilrauna stjórnvalda í Bandaríkjnum til að draga úr vægi þekkingar við stefnumótun og uppbyggingu samfélagsins. Bandarískt háskólasamfélg er enn eitt það besta í heimi.“

Þegar kemur að ráðningum þessara 100 þá leggur Baldur til að 25 nýdoktorar, sem nýlokið hafi doktorsnámi, verði ráðnir þar sem slíkir einstaklingar stuðli að góðum hluta nýsköpunar í fræðasamfélaginu.

Hann leggur því næst til ráðningu 50 lektora og dósenta sem séu líka fullir af eldmóði og leggi mikið á sig til að ná árangi. Loks leggur Baldur að af þessum 100 verði 25 ráðnir sem prófessorar, þeir hafi yfirgripsmikla reynslu og eigi að geta byggt upp stórt samfélag fræðimanna og nemenda í kringum rannsóknir sínar.

Vekja athygli

Baldur vill meina að þessi samsetning stuðli að fjölbreytileika bæði hvað varðar reynslu og aldurssamsetningu. Hann sér fyrir sér að fræðimennirnir kæmu bæði að rannsóknum og kennslu í öllum greinum háskólasamfélagsins. Baldur telur ljóst að hér sé um mikið tækifæri að ræða fyrir Ísland og er þess fullviss að það myndi vekja heimsathygli ef svo mörgu bandarísku háskólafólki yrðu boðin störf við Háskóla Íslands:

„Þvílík lyftistöng sem þetta yrði fyrir rannsóknir, kennslu og nýsköpun hér á landi sem og allt samfélagið í heild sinni. Grípum tækifærið. Við getum tekið stökk inn í framtíðina ef vilji er fyrir hendi. Þetta framtak myndi vekja heimsathygli og koma okkur á kortið sem land framfara og þekkingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Beina til eigenda að gæta að gæludýrunum í góða veðrinu

Beina til eigenda að gæta að gæludýrunum í góða veðrinu
Fréttir
Í gær

Byggði kastala til að vinna hjarta Ástu – „Það þurfti eitthvað alveg extra til að loka þessum ástarsamningi“

Byggði kastala til að vinna hjarta Ástu – „Það þurfti eitthvað alveg extra til að loka þessum ástarsamningi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“