fbpx
Laugardagur 21.júní 2025
Fréttir

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. apríl 2025 19:00

Minningar eru flókinn hlutur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? Sama hvað þú reynir? Það er ekki skrýtið þar sem fólk hefur ekki aðgang að þessum minningum. Þetta sýnir ný rannsókn.

Í nýrri bandarískri og kanadískri rannsókn sem birt var í tímaritinu Science kemur fram að minningar í barnæsku lokast af á fullorðinsárum.

Rannsökuð voru 26 smábörn. Helmingurinn á aldrinum 4 mánaða til 1 árs gömul og helmingurinn 1 til 2 ára gömul.

Sett í sneiðmyndatæki

Börnin voru sett í sneiðmyndavél og þeim sýndar ljósmyndir, hverja mynd í tvær sekúndur. Ætlunin var að skrásetja þessar myndir í þeim hluta heilans er kallast dreki (hippocampus), þar sem eru geymdar tilfinningar og minningar.

„Drekinn er djúpt í heilanum og ekki sýnilegur með stöðluðum aðferðum þannig að við þurftum að hanna nýja aðferði til þess að gera þessar minnistilraunir, innan í sneiðmyndatæki,“ sagði Nick Turk-Browne, prófessor í sálfræði við Yale háskóla, sem leiddi rannsóknina við sjónvarpsstöðina CNN. „Svona rannsóknir hafa að mestu aðeins verið gerðar á sofandi börnum, af því að þau hreyfa sig mikið, geta ekki fylgt leiðbeiningum og hafa stutta athygli.“

Turk-Browne prófessor til vinstri.

Börnin fengu að sjá tvær myndir í einu, hlið við hlið. Annars vegar af einhverju sem þau höfðu séð áður og hins vegar einhverju alveg nýju. Fylgst var með hvora myndina börnin horfðu lengur á. Ef börnin horfðu lengur á það sem þau þekktu þá var minni þeirra þroskað en ef þau horfðu á myndirnar til jafns var minnið óþroskað.

Ekki réttu leitarorðin

Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að eldri börnin voru með þroskaðri dreka og betri í að binda minningar. Aðeins eldri börn sýndu fram á virkni í tóttarennisberkinum (orbitofrontal cortex), sem er mikilvægur hluti heilans upp á minni og úrvinnslu minninga.

„Ungbarnaheilinn er að ganga í gegnum miklar breytingar á þessum tíma,“ sagð Turke-Browne og nefndi til dæmis breytingar hvað varðar tungumál og hreyfingar. „Við sjáum líka mikinn vöxt í drekanum.“

En af hverju getum við ekki fengið aðgang að þessum minningum? Turk-Browne telur að drekinn sé ekki að fá réttu „leitarorðin“ ef svo má segja til að tengja við þessa reynslu ungbarnanna. Þess vegna sé ekki hægt að finna þessar minningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Egill fékk skammir fyrir að gagnrýna mótmælendur – „Og þú móðgast yfir Palestínskum fána á 17 júní!!!???”

Egill fékk skammir fyrir að gagnrýna mótmælendur – „Og þú móðgast yfir Palestínskum fána á 17 júní!!!???”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Var Jón Þröstur myrtur af launmorðingja sem fór mannavillt?

Var Jón Þröstur myrtur af launmorðingja sem fór mannavillt?
Fréttir
Í gær

Leigjandi beið ósigur í harðvítugri deilu við leigusala – Ásakanir um hlutdrægni höfðu ekkert að segja

Leigjandi beið ósigur í harðvítugri deilu við leigusala – Ásakanir um hlutdrægni höfðu ekkert að segja
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lifði af flugslysið segist vera þjakaður af sektarkennd

Maðurinn sem lifði af flugslysið segist vera þjakaður af sektarkennd