fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. mars 2025 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að eigandi veitingastaðarin Gríska húsið við Laugaveg skuli borinn úr úr leiguhúsnæði. Útburðarkrafan kom í kjölfar húsleitar sem gerð var í fasteigninni þann 13. júní síðasta sumar en veitingastaðnum var lokað í kjölfarið. Leigusalinn rifti síðan leigusamningnum við eiganda veitingastaðarins þann 20. júní.

Húsleitin var gerð í samvinnu lögreglu, Heilbrigðiseftirlitsins, Skattsins, Tollsins, ASÍ og Bjarkarhlíð. Var húsleitin gerð vegna rökstudds grunar um fíkniefnamisferli, peningaþvætti og mansal. Í húsleitinni kom í ljós að tveir starfsmenn á veitingastaðnum höfðu svefnstað í geymslurými í kjallara húsnæðisins.

Í málsástæðum leigusalans í úrskurði héraðsdóms segir meðal annars:

„Þá  vísar  gerðarbeiðandi  til  húsleitarinnar  sem  lögregla  gerði  13.  júní,  í  samstarfi  við  Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Skattinn, Tollstjóra, vinnustaðaeftirlit ASÍ og Bjarkarhlíð, stuðningssamtök hins opinbera og  ýmis  samtök  um  aðstoð  við  fórnarlömb  ofbeldis.  Tilgangur  aðgerðanna  hafi  samkvæmt  lögreglu  verið rökstuddur grunur um fíkniefnamisferli og mansal á veitingastað gerðarþola. Þrír hafi verið handteknir á  vettvangi. Rannsókn málsins sé umfangsmikil og standi enn yfir samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá vísar gerðarbeiðandi til þess að staðurinn hafi verið innsiglaður af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar sem lokaði fyrir allan aðgang að hinu leigða, bæði gagnvart gerðarþola og gerðarbeiðanda. Gerðarbeiðandi kveður sér ókunnugt um stöðu málsins hjá yfirvöldum en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum sé málið enn til rannsóknar og hið leigða því enn álitiðvettvangur ætlaðra refsiverðra afbrota.“

Úrskurðir Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Fréttinni hefur verið breytt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“