fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. febrúar 2025 17:00

Flugferð frá Íslandi til Póllands í desember leiddi til örstuttra kynna pólskrar konu og íslensks karlmanns en hann hefur æ síðan verið konunni afar hugleikinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir hollenskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir peningaþvætti. Um er að ræða tvo karlmenn sem voru handteknnir í Leifsstöð í september síðastliðnum með háar upphæðir af reiðufé í fórum sínum. Segir í ákærunum að féð hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum.

Mál mannanna verður tekið fyrir í mars næstkomandi við Héraðsdóm Reykjaness en mennirnir hafa verið kallaðir fyrir dóminn með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Annar mannanna er um fertugt en hinn á þrítugsaldri.

Mennirnir eru ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 12. september 2024 til 16. september 2024, í félagi, tekið við samtals 10.820 evrum og 5.370 bandarískum dölum í reiðufé frá óþekktum aðila eða aðilum og að geta ekki dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum.

Andvirði fjárins í íslenskum krónum er um 2,3 milljónir. Mennirinir voru handteknir í Leifsstöð 16. september síðastliðinn en þeir voru þá á leið í flug til Amsterdam með lággjaldaflugfélaginu Transavia.

Í ákærunni segir að með háttsemi sinni hafi mennirnir móttekið ávinning af refsiverðum brotum, geymt ávinninginn, flutt og leynt honum og upplýsingum um uppruna, eðli, staðsetningu og ráðstöfun hans.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og að féð verði gert upptækt en það er nú í vörslu embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Hvort mennirnir munu mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness þegar málið verður tekið fyrir á eftir að koma í ljós en geri þeir það ekki mun það vera metið sem svo að þeir viðurkenni brot sín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn