fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
Fréttir

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. febrúar 2025 17:00

Flugferð frá Íslandi til Póllands í desember leiddi til örstuttra kynna pólskrar konu og íslensks karlmanns en hann hefur æ síðan verið konunni afar hugleikinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir hollenskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir peningaþvætti. Um er að ræða tvo karlmenn sem voru handteknnir í Leifsstöð í september síðastliðnum með háar upphæðir af reiðufé í fórum sínum. Segir í ákærunum að féð hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum.

Mál mannanna verður tekið fyrir í mars næstkomandi við Héraðsdóm Reykjaness en mennirnir hafa verið kallaðir fyrir dóminn með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Annar mannanna er um fertugt en hinn á þrítugsaldri.

Mennirnir eru ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 12. september 2024 til 16. september 2024, í félagi, tekið við samtals 10.820 evrum og 5.370 bandarískum dölum í reiðufé frá óþekktum aðila eða aðilum og að geta ekki dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum.

Andvirði fjárins í íslenskum krónum er um 2,3 milljónir. Mennirinir voru handteknir í Leifsstöð 16. september síðastliðinn en þeir voru þá á leið í flug til Amsterdam með lággjaldaflugfélaginu Transavia.

Í ákærunni segir að með háttsemi sinni hafi mennirnir móttekið ávinning af refsiverðum brotum, geymt ávinninginn, flutt og leynt honum og upplýsingum um uppruna, eðli, staðsetningu og ráðstöfun hans.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og að féð verði gert upptækt en það er nú í vörslu embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Hvort mennirnir munu mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness þegar málið verður tekið fyrir á eftir að koma í ljós en geri þeir það ekki mun það vera metið sem svo að þeir viðurkenni brot sín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna
Fréttir
Í gær

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“
Fréttir
Í gær

Lilja vill verða formaður Framsóknarflokksins

Lilja vill verða formaður Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjúkandi vond út í Vinnumálastofnun – „Óásættanleg og hreinlega móðgandi“

Fjúkandi vond út í Vinnumálastofnun – „Óásættanleg og hreinlega móðgandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri misþyrmdi 12 ára dreng

Maður á sjötugsaldri misþyrmdi 12 ára dreng