fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 17:30

Mynd/Skjáskot Ja.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, er sagður reiða fram hundruð milljóna króna reglulega til að bjarga keðjunni frá gjaldþroti. Fjallað er um þetta í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í morgun.

Ólafur er eini eigandi fyrirtækisins í dag í gegnum eignarhaldsfélagið OFO ehf.

Í fréttinni kemur fram að keðjan hafi verið rekin með ríflega 800 milljóna króna tapi frá því að Ólafur keypti sig inn í reksturinn. Eftir að yfirtökunni var lokið hefur fyrirtækið aldrei skilað hagnaði, að því er fram kemur í umfjöllun Heimildarinnar.

Í fréttinni kemur fram að Ólafur hafi á árunum 2021 til 2023 sett rúmar 780 milljónir króna inn í félagið í formi nýs hlutafjár en auk þess lánaði hann fyrirtækinu 78 milljónir króna.

Kemur fram í frétt Heimildarinnar að vísbendingar séu um að öll hlutafjáraukningin sé tekin að láni.

Pizzan og Dominos hafa á undanförnum árum verið tvær af mest áberandi pizzakeðjum landsins en Dominos hefur þó borið höfuð og herðar yfir aðra á markaðnum. Í umfjöllun Heimildarinnar er bent á að á sama tíma og tap Pizzunnar nálgist milljarð hafi Dominos skilað hagnaði upp á 3,7 milljarða króna.

Nánar er fjallað um þetta í Heimildinni sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Það sem Gunnar Smári vildi að Kristrún hefði sagt í Ásthildarmálinu – „En því miður kom bara eitthvert mjálm“

Það sem Gunnar Smári vildi að Kristrún hefði sagt í Ásthildarmálinu – „En því miður kom bara eitthvert mjálm“
Fréttir
Í gær

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“
Fréttir
Í gær

Andra Snæ brugðið þegar hann fletti nafninu sínu upp

Andra Snæ brugðið þegar hann fletti nafninu sínu upp
Fréttir
Í gær

Vilja banna kyrkingaklám – „Er að hafa skaðleg áhrif á börn og samfélagið allt“

Vilja banna kyrkingaklám – „Er að hafa skaðleg áhrif á börn og samfélagið allt“
Fréttir
Í gær

Mátti bara nefna einn kvilla hjá heimilislækni – „Á ég sjálf að ákveða hvað er alvarlegast af þeim kvillum sem mig hrjá?“

Mátti bara nefna einn kvilla hjá heimilislækni – „Á ég sjálf að ákveða hvað er alvarlegast af þeim kvillum sem mig hrjá?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð til þegar tvær konur slógust fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði

Lögregla kölluð til þegar tvær konur slógust fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði