fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Gíslína Steindórsdóttir fagnaði því í gær að þá voru 25 ár liðin síðan hún hóf störf á leikskóla og rétt um 20 ár síðan hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu.

Elín er í þeirri stöðu núna að vera í verkfalli í fyrsta sinn á sínum starfsferli. „Hversu galið er það?“ segir hún í grein sem birtist á vef Vísis í gærkvöldi.

Í grein sinni bendir Elín á að gríðarlegar breytingar hafi orðið í leikskólaumhverfinu á síðastliðnum 25 árum

„Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna,“ segir hún og nefnir að annað sé hins vegar áhyggjuefni.

„Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það!“

Elín segir að starf leikskólakennara séu vanmetin.

„Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins,“ segir Elín sem endar grein sína á þessum orðum:

„Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans
Fréttir
Í gær

Heimir Már tætir RÚV í sig og Sunna Karen svarar – „Þú fékkst upplýsingar um að fréttin færi í loftið klukkan 18“

Heimir Már tætir RÚV í sig og Sunna Karen svarar – „Þú fékkst upplýsingar um að fréttin færi í loftið klukkan 18“
Fréttir
Í gær

Leita manns sem gufaði upp á Íslandi árið 1999 – „Lenti hann í slysi? Var hann myrtur?“

Leita manns sem gufaði upp á Íslandi árið 1999 – „Lenti hann í slysi? Var hann myrtur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum