fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Ísland ekki með í Eurovision 2026

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. desember 2025 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mun ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á komandi ári. Tekin hefur verið ákvörðun um þetta af hálfu RÚV samkvæmt tilkynningu sem undirrituð er af Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra en tilkynningin var send út skömmu eftir að stjórnarfundi RÚV lauk í Efstaleiti en mótmælendur höfðu safnast saman við útvarpshúsið. Kom fram á blaðamannafundi að það hefði verið ákvörðun framkvæmdastjórnar að taka ekki þátt. Var síðan tilkynnt um ákvörðunina á stjórnarfundinum og því kom ekki til atkvæðagreiðslu um tillögu sem hafði verið lögð fyrir stjórnina um að taka ekki þátt

Í tilkynningunni frá RÚV segir að þátttaka ísraelska ríkissjónvarpsins, KAN, í keppninni hafi að undanförnu valdið óeiningu, bæði á meðal aðildarstöðva Samtaka evrópskra útvarpsstöðva, EBU, og almennings. Þátttaka KAN hafi verið tekin til ítarlegrar umræðu á fundum EBU fyrr á þessu ári, fyrst í London í sumar og í Genf í síðustu viku. Á fundinum í Genf hafi mikill meirihluti aðildarstöðva EBU samþykkt að ýmsar breytingar sem gerðar hafi verið á reglum og framkvæmd keppninnar væru fullnægjandi og því ekki komið til atkvæðagreiðslu um þátttöku KAN í keppninni.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi gert grein fyrir því á fundinum í Genf að þrátt fyrir að breytingarnar kæmu til móts við margar af þeim athugasemdum sem fulltrúar RÚV hefðu gert á ýmsum stigum EBU-samstarfsins síðustu ár væru enn efasemdir að mati RÚV um að þær dygðu til. Ítrekað hefði komið fram að hagsmunaaðilar hér á landi, til dæmis samtök listamanna, og íslenskur almenningur væri andvígur þátttöku í keppninni. Þá hefði stjórn RÚV óskað eftir því við EBU að KAN yrði vikið úr keppninni með hliðsjón af fordæmum.

Málið væri flókið úrlausnar og hefði nú þegar skaðað orðspor keppninnar og EBU. Mikilvægt væri að finna lausn fyrir alla hlutaðeigandi. Ljóst væri miðað við opinbera umræðu hér á landi og viðbrögð við ákvörðun EBU sem tekin var í síðustu viku að hvorki myndi ríkja gleði né friður um þátttöku RÚV í Eurovision. Það sé því niðurstaða RÚV að tilkynna EBU um það í dag að RÚV taki ekki þátt í Eurovision á næsta ári. Söngvakeppnin og Eurovision hafi ávallt haft það markmið að sameina íslensku þjóðina en nú sé ljóst að því markmiði verðo ekki náð og á þeim dagskrárlegu forsendum sé þessi ákvörðun tekin.

Segir að lokum að ekki liggi fyrir ákvörðun um hvort haldin verði söngvakeppni á vegum RÚV á næsta ári. Verið sé að meta fyrirliggjandi kosti í stöðunni og verði ákvörðun um það kynnt þegar hún liggi fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var neitað um örorkulífeyri því að Úkraínumenn teljast ekki eiginlegir flóttamenn á Íslandi

Var neitað um örorkulífeyri því að Úkraínumenn teljast ekki eiginlegir flóttamenn á Íslandi
Fréttir
Í gær

Marko fékk þungan dóm

Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu