fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Guðmundur saknar verðmæts gítars sem stolið var af heimilinu – „Fór fram og stend þá andspænis þjófnum“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. október 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Edgarsson, málmenntafræðingur og kennari, vaknaði upp við að verið var að brjótast inn hjá honum aðafarnótt síðastliðins fimmtudags. Stóð hann andspænis þjófnum sem komst hins vegar á brott með verðmætan gítar. Guðmundur leitar nú gítarsins og biður fólk að hafa augun opin.

Guðmundur greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. En innbrotið á heimili hans og konu hans í Grafarvogi átti sér stað um klukkan 5:45 aðfaranótt fimmtudags.

„Ég vaknaði við gelt Donnu, hundsins okkar, fór fram og stend þá andspænis þjófnum, sem stóð þá í dyragættinni við pallinn,“ segir Guðmundur í færslunni. „Í sama mund hljóp hann eins og byssubrenndur út í myrkrið.“

Verðmætur gítar

Þjófurinn komst burtu með tvo gripi. Annars vegar iPad af stærri gerðinni og hins vegar verðmætan gítar. Það er einkum gítarinn sem Guðmundur saknar enda er hann um hálfrar milljón króna virði.

Gítarhausinn á Martin gítarnum. Mynd/Guðmundur Edgarsson

„Þrátt fyrir skamman tíma til athafna, tókst þjófnum að stela mínum forláta hálfrar milljón króna Martin gítar ásamt iPad af stærri gerðinni. Hann hafði hins vegar ekki komið inn palla megin, heldur inn um aðaldyrnar. Þá rann upp fyrir mér að ég hafði gleymt að læsa!“ segir Guðmundur.

Fundu þýfi úr öðrum innbrotum

Hringdi hann vitaskuld á lögregluna sem kom á staðinn og gekk hring um húsið. Einnig kannaði hún ruslageymsluna í sameigninni og fann þar kápu af tegundinni 66 gráður norður og poka með alls kyns munum, einkum fatnaði. Þótti líklegt að þetta hafi verið þýfi sem þjófurinn hafi þurft að skilja eftir á flótta sínum.

„Þar sem umræddir munir voru ekki í okkar eigu, taldi lögreglan að um þýfi væri að ræða annars staðar frá, líklegast í nágrenninu í Grafarvoginum. Hún lagði því hald á þessa muni. Jafnframt tjáði hún mér að mikið hefði verið um innbrot í hverfinu og víðar undanfarið,“ segir Guðmundur.

Varar fólk við

Guðmundur segist ekki vera vongóður um að þjófurinn finnist en hann biður fólk að hafa augun opin fyrir gítarnum. Til dæmis ef hann skildi dúkka upp á sölusíðu eins og bland.is. Ef fólk sjái slíkan gítar auglýstan mætti hafa samband við hann.

„Að öðru leyti vil ég brýna fyrir ykkur að gera allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að draga úr líkum á innbroti þegar farið er úr húsi eða gengið til náða, sér í lagi að læsa öllum hurðum!“ segir hann að lokum til að vara fólk við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snigill gerði dyraat í fjölbýlishúsi í Þýskalandi – Fékk tiltal frá lögreglu

Snigill gerði dyraat í fjölbýlishúsi í Þýskalandi – Fékk tiltal frá lögreglu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“