fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 11:07

Mynd: Félag íslenskra bifreiðaeigenda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Neytendasamtökin telja brýnt að gripið verði til varnar neytendum vegna innheimtuaðferða bílastæðafyrirtækja. Í sameiginlegri yfirlýsingu félaganna sem fram að þau beini kröfum sínum bæði að rekstraraðilum bílastæðanna og stjórnvöldum.

„Daglega berst fjöldi kvartana til samtakanna vegna ósanngjarnra viðskiptaskilmála bílastæðafyrirtækja, ruglingshættu milli gjaldskyldra bílastæða, hárra vangreiðslu-gjalda, órökstuddra greiðslukrafna, flækjustigi, skorti á merkingum, skorti á upplýsingum, brotum á réttindum P-korthafa og skorti á valmöguleikum til að borga fyrir afnot bílastæða,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá birta félögin athugasemdir og tillögur sínar um betri starfshætti til innheimtufyrirtækjanna og eigenda bílastæðanna sem hljóða svo:

1. Bílastæðafyrirtæki hagi innheimtu sinni á vangreiðslugjöldum í samræmi við innheimtulög nr. 95/2008. Samkvæmt þeim lögum skal senda skriflega innheimtuviðvörun og veita að lágmarki 10 daga frest til að greiða og upplýsa um andmælarétt. Hámarks kostnaður slíkrar viðvörunar má vera 1.178 kr. Með þessu móti er réttur neytenda gagnvart innheimtuaðgerðum best tryggður. Sá fyrirsláttur bílastæðafyrirtækja að þau annist innheimtuna fyrir sig sjálf á grundvelli leigusamninga og séu því ekki bundin af innheimtulögum er ósannfærandi.

2. Birting greiðslukröfu í heimabanka bíleiganda án skýringa er að mati samtakanna með öllu ófullnægjandi. Bílastæðafyrirtæki getur ekki haft réttmætar væntingar um að fá slíka kröfu greidda.

3. Háar vangreiðslukröfur eru víðast hvar langt umfram raunkostnað við innheimtu. Slík tekjuöflun er í andstöðu við góða viðskiptavenju og gengur gegn samningalögum. Raunar má efast um þörfina fyrir vangreiðslukröfu í ljósi þess að Checkit.is sem innheimtir bílastæðagjöld fyrir m.a. Seltún Þingvallaþjóðgarð, Seljalandsfoss og Hengifoss, leggur ekki á vangreiðslu-

gjald. Þá má benda á að að á flestum bílastæðum hjá Myparking hefur upphæð vangreiðslukröfu verið lækkuð úr 4.500 kr í 1.690 kr.

4. Nýlegir úrskurðir Neytendastofu, m.a. í málum Isavia, Parka Lausna ehf., Green Parking ehf. og EasyPark, leiða fram að upplýsingagjöf rekstrar- og innheimtuaðila bílastæða til neytenda er stórlega ábótavant. Gildir það ekki aðeins um merkingar á bílastæðunum sjálfum, eins og nefndir úrskurðir fjalla um, heldur verður einnig að telja ólíklegt að staðlaðir skilmálar margra rekstraraðila um möguleg vangreiðslugjöld teljist fullnægja kröfum um upplýsingagjöf samkvæmt lögum um neytendasamninga nr. 16/2016.

5. Þegar notandi hefur af misgáningi greitt fyrir annað bílastæði en bíl var lagt á, þá er bílastæðafyrirtæki ekki stætt á því að senda kröfu um greiðslu ásamt vangreiðslugjaldi, en halda upprunalegu greiðslunni eftir. Bílastæðafyrir-tækinu ber að miðla greiðslunni til rétts eiganda bílastæðis, bíleiganda að skaðlausu, enda hefur sannanlega verið greitt fyrir bílastæði.

6. Handhafar P-korta fyrir hreyfihamlaða lenda ítrekað í því að fá kröfur vegna vangreiðslu, þó svo þeir séu undanþegnir gjaldskyldu samkvæmt 87. grein umferðarlaga. Fyrirsláttur bílastæðafyrirtækjanna um tæknileg vandkvæði og það flækjustig sem þau bjóða P-korthöfum til að fá leiðréttingu er óviðunandi. Lögin eru skýr og fyrirtækjunum ber að fara eftir þeim án undanbragða.

7. Dæmi eru um að sveitarfélög hafi framselt heimild til innheimtu stöðu-gjalda, samkvæmt umferðarlögum nr. 77/2019, til einkaaðila. Slík stöðugjöld má samkvæmt 6. mgr. 66. gr. nefndra laga einvörðungu innheimta til þess að standa straum af rekstri og þjónustu á bílastæði, en tilefni er til þess að skoða hvort andvirði gjaldanna sé ráðstafað samkvæmt lagabókstafnum.

8. Í ljósi ólöglegra viðskiptahátta fyrirtækja á þessu sviði, sem og ófull-nægjandi samningsbundinna heimilda til innheimtu vangreiðslugjalda, er gerð krafa um að þjónustugjöld sem greidd hafa verið umfram skyldu verði endurgreidd til neytenda.

Enn fremur leggja félögin fram eftirfarandi tillögur að aðgerðum sem stjórnvöld gætu gripið til.

1. Tekið verði af skarið um að innheimta rekstrar- og innheimtuaðila þjónustu-gjalda fyrir bílastæði lúti innheimtulögum nr. 95/2008 og þar á meðal að ákvæði laganna um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar gildi um svokölluð vangreiðslugjöld (þ.e. geti að hámarki numið kostnaði kröfuhafa vegna

innheimtunnar). Vangreiðslugjöld eru gjarnan himinhá og virðast vera sjálfstæð teljulind.

2. Deiliskipulagsbreyting verði gerð að skilyrði fyrir heimild til gjaldtöku á bílastæðum í einkaeigu. Öll slík gjaldtaka skapar álag á önnur bílastæði í nágrenninu, svo og aðkomuvegi (til að mynda við ferðamannastaði). Ruðningsáhrifin geta orðið mikil, sérstaklega í íbúðahverfum sem þegar búa við ónógt framboð bílastæða. Sveitarfélög eiga að hafa lokaorðið um þessa þróun.

3. Tryggt að Neytendastofa hafi bolmagn til að sinna aðhaldi á þessu sviði.

4. Gert kröfu um að helstu greiðsluöpp fyrir bílastæði (Easypark, Parka, Autopay, Verna) gildi á öllum bílastæðum. Algeng ástæða vangreiðslu er þegar aðeins er hægt að borga fyrir bílastæði í gegnum eitt greiðsluapp og notandi er ekki með greiðslukort tengt við það app. Víða er aðeins hægt að nota eitt þessara appa. Fáum myndi detta í hug að leyfa aðeins eitt ákveðið greiðslukort í almennum rafrænum viðskiptum.

5. Haft frumkvæði að því að bílastæðafyrirtæki og bílastæðasjóðir sveitarfélaga setji upp sameiginlega vefsíðu með ítarlegum upplýsingum um öll gjald-skyld bílastæði. Á vefsíðunni verði með einföldum hætti hægt að mótmæla greiðslukröfu frá hvaða bílastæðafyrirtæki eða bílastæðasjóði sem er. Ennfremur verði þar upplýsingar um kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.

6. Gert að skilyrði fyrir vangreiðslukröfu að miði þess efnis hafi verið settur á áberandi hátt á framrúðu viðkomandi bíls, líkt og gert er á bílastæðum Landspítalans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum