fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Gunnar Smári líkir stjórn Sósíalista við kynferðisbrotamenn – „Þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurleg heift ríkir milli stríðandi fylkinga Sósíalistaflokksins en félagsfundi flokksins á laugardag var slitið áður en hann hófst, að sögn stjórnar vegna truflana og frammíkalla.

Á fundinn var mættur hópur fólks sem vildi leggja fram tillögu um nýjan aðalfund. Borgarfulltrúi flokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, talaði sterkt fyrir þeirri tillögu í aðdraganda fundarins. Á aðalfundi flokksins í vor náði nýr hópur undirtökum í flokknum og síðan hafa geisað milli hans og fyrra stjórnarfólks miklar deilur, meðal annars um eignir flokksins og rekstur fjölmiðilsins Samstöðvarinnar. Sanna Magdalena fylgir nýrri stjórn flokksins ekki að málum.

Að vanda eru umræður á spjallþræði Sósíalista á Facebook, Rauða þræðinum, afar líflegar og færðust enn í aukana við þessar vendingar um helgina. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, deilir stuttri frétt mbl.is um tilkynningu stjórnar varðandi félagsfundinn sem fór í vaskinn, og skrifar:

Samkvæmt málgagninu var það áfall fyrir byltingarhetjurnar þegar þær mættu almúganum sem þær vilja frelsa frá öllu illu, að lýðurinn fagnaði ekki leiðtogum sínum og kastaði sér í duftið frammi fyrir dýrðarljómanum. Leiðtogarnir munu nú vera í kulnun á leið á hressingarhæli, að talið er í Norður Kóreu þar sem fólk skilur stórmenni og kann að umgangast þau.

Líkir yfirtökunni við nauðgun

Gunnar Smári gerist enn stóryrtari í umræðum undir færslunni og líkir þar stjórnarmönnum við nauðgara. Davíð Aron Routley segir þar Gunnar Smára vera að skemma baráttuna við kapitalismann með framgöngu sinni og hann hafi ekki tekið neina ábyrgð á því sem gerst hefur innan flokksins. Gunnar Smári segist ekki taka ábyrgð á því sem hann kallar yfirtökuklíku:

„Ég get ekki tekið ábyrgð á þessari yfirtökuklíku sem er að reyna að stjórna flokki sem vill ekkert með hana hafa. Ég var í vinnu og var því ekki á þessum fundi. Þú getur því ekki kennt mér um að stjórnarfólk hafi hringt í lögguna og beðið lögguna að vernda sig fyrir grasrótinni. Sem er auðvitað fyndið, eins og margt sem tengist þessu fólki. Og nei, ég nenni ekki að þroskast til þess ástands að normanísera þessa valdaræningja, það er ekkert normalt við þá.“

Davíð spyr þá Gunnar Smára hvort hann myndi í hjónabandsráðgjöf ganga út frá því að annar aðilinn hefði 100% rétt fyrir sér. Gunnari Smári þykir hins vegar meira við hæfi að líkja átökum innan flokksins við nauðgun en bresti í hjónabandi:

„Yfirtaka þessarar klíku á stjórnum flokksins með smölun var ekkert lík bónorði, þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna. Það lá fyrir að þessi klíka hafði engan hljómgrunn hjá yfir 90% félaga í flokknum. Því miður datt engum í hug að klíkan myndi reyna að taka yfir flokk sem vildi ekkert með klíkuna hafa. En það gerðist. Um 500 manns sögðu sig þá úr flokknum, samkvæmt könnunum hafa 5000 kjósenda snúið frá flokknum og í dag vildi hluti grasrótarinnar sem er eftir krefjast réttlætis, að flokksfélagar fái að velja sér forystu, fái að losna við þetta yfirtökulið. Ég var ekki á fundinum og það hefur komið fram fyrir löngu að minn tími í forystu þessa flokks er liðinn, það var skrifað inn í lög hans að enginn eigi að vera formaður stjórnar lengur en átta ár. Og ég er ekki flokkurinn. Það er enn fólk í flokknum sem sættir sig ekki við þessa nauðgun. Og þú ættir ekki að benda því fólki á hjónabandsráðgjöf heldur að benda klíkunni á meðferð sem líkara þeim sem ofbeldisfólki stendur til boða. Það er skammarlegt að segja þeim sem verða fyrir ofbeldinu að sættast við ofbeldismennina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi