fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. október 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingfesting var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli 27 ára gamals manns sem ákærður er fyrir manndrápstilraun gegn rúmlega fertugum manni.

Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara stakk hann manninn með 28 cm löngum hnífi í hægri öxl eftir að hafa reynt að stinga hann í síðuna, beint ofan við viðbein. Við atlöguna hlaut brotaþoli lífshættulegan stunguáverka sem gekk niður í brjósthol hans, með þeim afleiðingum að hann hlaut loftbrjóst, blóðbrjóst, mar á hægra lunga og mikið loft í mjúkvefjum á hálssvæði hægra megin og þar í kring, auk slagæðablæðingar og áverka aftan við tvö rifbein.

Málið vakti mikla athygli í sumar en árásin átti sér stað í Mjóddinni, fyrir utan verslun Nettó, föstudagskvöldið 11. júlí. Var brotaþolinn fluttur alvarlega slasaður á slysadeild en á þriðjudeginum var tilkynnt um að hann væri úr lífshættu, en væri enn þungt haldinn.

Vegfarandi myndaði heiftúðugt rifrildi tveggja manna í aðdraganda hnífstungunnar. Ljóst er af myndbandinu að brotaþolinn gaf árásarmanninum ekkert eftir í fjandskap og stóryrðum, en myndbandið er hér fyrir neðan.

Stunguárás
play-sharp-fill

Stunguárás

„Ég neita“

Hinn ákærði var viðstaddur þingfestingu í morgun. Spurður um afstöðu til ákæru sagði hann orðrétt: „Ég neita.“ Spurður um afmörkun þeirrar afstöðu sagði verjandi ákærða, Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, að neitun sakar ætti sér rætur í upphafi málsins þar sem brotaþoli hefði ráðist á skjólstæðing hans. Fyrir liggi myndbandsgögn sem styðji það. Tekið skal fram að fleiri myndbandsgögn eru í málinu en það myndband sem birtist með þessari frétt. Sævar Þór benti á að skjólstæðingur hans hefði kært brotaþola fyrir líkamsárás. Hann kallaði eftir að ákæra gegn brotaþola, sem hann taldi hafa verið gefna út, yrði lögð fram í gögnum málsins.

Ákæruvaldið svaraði því til að ekki væri búið að gefa út ákæru á hendur brotaþolanum, málið væri enn til rannsóknar, en áætlað sé að ákæra verið gefin út á hendur honum. Kallaði Sævar Þór þá eftir því að kæra skjólstæðings hans á hendur brotaþola yrði lögð fram í málsgögnum.

Aðalmeðferð í málinu var ákveðin mánudaginn 10. nóvember næstkomandi. Saksóknari í málinu er Karl Ingi Vilbergssson en þar sem hann er í fríi var Hilda Rut Henrysdóttir saksóknari viðstödd þingfestingu fyrir hönd ákæruvaldsins.

Háar bótakröfur

Héraðssaksóknari krefst þess að  að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd brotaþolans er krafist fimm milljóna króna í miskabætur og þriggja milljóna króna í skaðabætur, samtals átta milljóna króna.

Í bótakröfu kemur fram að brotaþolinn varð fyrir varanlegu líkamstjóni í kjölfar árásarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Haraldur vonlítill um að hægt sé að snúa þróuninni við – „Margir telja að nú sé að draga úr straumnum“

Haraldur vonlítill um að hægt sé að snúa þróuninni við – „Margir telja að nú sé að draga úr straumnum“
Fréttir
Í gær

Náði ekki að klára áfanga við Háskóla Íslands og missti þannig réttinn til fæðingarstyrks námsmanna

Náði ekki að klára áfanga við Háskóla Íslands og missti þannig réttinn til fæðingarstyrks námsmanna
Hide picture