fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Miðflokkurinn ekki fyrstur til að segja „Íslands fyrst“ – Var áður notað af flokk íslenskra öfgaþjóðernissinna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. október 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsþing Miðflokksins fór fram um helgina. Þar voru ungir flokksmenn áberandi með nýtt slagorð sitt „Ísland fyrst – svo allt hitt“. Seldust meðal annars derhúfur með slagorðinu eins og heitar lummur.

Áður en Miðflokkurinn kom til sögunnar, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var enn formaður Framsóknar, notaðist annar hópur við slagorðið Ísland fyrst.

Annað hvort ertu þjóðernissinni eða ekki

DV birti í ágúst árið 2011 viðtal við Sigríði Bryndísi Baldvinsdóttur sem þá var formaður nýs stjórnmálaflokks öfgaþjóðernissinna. Flokkurinn hafði hlotið nafnið Ísland fyrst.

Sigríður Bryndís vildi meina að mikill áhugi væri fyrir slíkum hópi enda hafi orðið algjör sprenging í fylgi hægri öfgastefnu bæði á Íslandi sem og erlendis. Sigríður vildi þó hvorki staðsetja flokk sinn til hægri né vinstri.

„Annaðhvort ertu þjóðernissinni eða ekki. Þessi hugtök eru orðin úrelt. Fólk sem kemur til okkar núna kemur jafnt frá vinstri- og hægriflokkum og flest af því fólki sem hefur sótt fundi hjá okkur er ný andlit úr öllum stéttum þjóðfélagsins.“

Sigríður hélt á þessum tíma úti Facebook-síðu undir nafninu Védís Ótugt og var yfirlýstur nýnasisti.

Ofarlega á stefnuskrá þessa nýja flokks voru innflytjendamál.

„Við erum að vinna í stefnu flokksins, en innflytjendamálin eru auðvitað númer eitt. Og það að byggja upp okkar eigið samfélag hér heima frekar en að senda peninga utan í hjálparstarf. Það er fullt af fátæku, svöngu fólki hér á Íslandi sem þarf að hugsa um áður en maður fer að hjálpa fólki úti í heimi. Við erum líka á móti inngöngu í ESB og á móti fjölmenningarstefnu. En það mun örugglega taka nokkur ár að fínpússa stefnuna og byggja flokkinn upp. Við förum bara rólega í þetta.“ 

Sigríður hefur lengi verið virk í starfi öfgaþjóðernissinna og er meðlimur í samtökum sem kallast Blood and Honor Combat 18, alþjóðleg samtök nýnasista. Blood and Honor, eða blóð og heiður, er vísun til slagorða Hitleræskunnar. Áður hafði Sigríður rætt við DV um aðild sína að þessum samtökum og tók þá fram að einungis „blind fífl eða andhvítir svikarar“ myndu vilja að Ísland yrði fyllt af innflytjendum.

Umdeilt viðtal

Árið 2019 var Sigríður viðmælandi í Paradísarheimt á RÚV. Þá lýsti hún sér enn sem þjóðernissinna og sagðist ekki kippa sér upp við að vera kölluð nasisti.

„Ef maður þarf að vera nasisti af því maður er þjóðernissinni, þá bara erum við það. Það snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar eða rasistar. Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál.“

Sigríður sýndi í þættinum húðflúr sem hún er með á hálsinum þar sem stendur C18. Talan 18 stendur fyrir upphafsstafi Adolfs Hitlers; A er fyrsti stafurinn í latneska stafrófinu og H sá áttundi. C18 (Combat 18) er einnig nafn á hryðjuverkasamtökum nýnasista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Um 37% íslenskra tölva enn með Windows 10

Um 37% íslenskra tölva enn með Windows 10
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Simmi Vill í hálfgerðu atvinnuviðtali – „Ég tek á móti ráðningum“

Simmi Vill í hálfgerðu atvinnuviðtali – „Ég tek á móti ráðningum“
Fréttir
Í gær

Liðskonur Pussy Riot tjá sig um brottreknu tvíburana og ógnarstjórn Pútíns

Liðskonur Pussy Riot tjá sig um brottreknu tvíburana og ógnarstjórn Pútíns
Fréttir
Í gær

Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “

Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “