Þrír eru með stöðu sakbornings vegna brunans á meðferðarheimilinu Stuðlum í október 2024, þar af tveir starfsmenn. RÚV greinir frá þessu. Starfsmennirnir tveir hafa verið frá störfum frá Stuðlum á meðan rannsókninni hefur staðið.
Sautján ára piltur lést í brunanum og starfsmaður slasaðist.
Rannsókn málsins er ólokið en hún hefur nú staðið yfir í 11 mánuði. Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsókinardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við RÚV að beðið hafi verið eftir gögnum sem eigi eftir að fara yfir. Að því loknu verður málið sent til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um mögulegar ákærur.