fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 22. september 2025 11:58

Lina al Hafez. Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margverðlaunuð sýrlensk heimildarmyndagerðarkona, aðgerðasinni og rannsakandi, Lina al Hafez, verður gestur Íslandsdeildar Amnesty International dagana 27. september til 1. október á RIFF alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Segir í tilkynnigunni að hin rómaða heimildarmynd hennar 5 Seasons of Revolution verði sýnd á hátíðinni þriðjudaginn 30september kl. 19:10 í Háskólabíósal 2. Að henni lokinni verði pallborðsumræður og spurningum svarað úr sal.

Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra stýri umræðunum en ásamt Linu al Hafez muni Þórir Jónsson Hraundal, lektor við Háskóla Íslands, sem kennt hafi sögu Mið-Austurlanda og Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum, taka þátt í pallborðsumræðum. Í umræðunum verði kafað ofan í þau samfélagsmál sem tengjast myndinni. Umræðurnar tilheyri því sem kallast Samræður til áhrifa á hátíðinni sem séu röð ítarlegra og óformlegra samtala í kjölfar sýninga á kvikmyndum í flokknum Önnur framtíð. Kvikmyndagerðarfólk, sérfræðingar úr íslensku samfélagi og áhorfendur ræði þau umhverfis- og samfélagsmál sem kvikmyndirnar varpi ljósi á til að dýpka umræðuna og velta fyrir sér hlutverki kvikmynda sem verkfæri fyrir samfélagslegar breytingar.

5 Seasons of Revolution

Um heimildarmyndina 5 Seasons of Revolution kemur fram í tilkynningunni að húner áhrifamikil frásögn um andstöðu, erfiða lífsbaráttu  og vináttu á tímum sýrlensku byltingarinnar sem hófst árið 2011. Hún spannar heilan áratug og er sögð frá sjónarhorni ungrar konu á þrítugsaldri sem fór huldu höfði til að kvikmynda sögulega atburði í heimalandi sínu og notaði m.a. nokkur dulnefni til að fela slóð sína og forðast ofsóknir stjórnvalda. Við upphaf byltingarinnar þegar friðsamleg mótmæli gegn stjórnvöldum brutust út í höfuðborginni Damaskus hóf Lina al Hafez að skrásetja þau en þegar byltingin þróaðist yfir í blóðug átök fór Lina í felur.

Myndin sameinar persónulegar frásagnir og myndefni sem Linu tókst hetjulega að smygla frá Sýrlandi þegar hún neyddist til að flýja. Rakin eru örlög Linu al Hafez sjálfrar og vina hennar þegar þau dragast inn í byltinguna og baráttuna fyrir frelsi. Það reyndi mjög á vináttutengsl þeirra vegna aðskilnaðar og varðhaldsvistunar sem þau sættu öll.

Lina við tökur í Sýrlandi. Mynd: Aðsend.

Lina al Hafez var sjálf handtekin og haldið fanginni í Aleppo þaðan sem hún slapp naumlega eftir að hún varð vitni að ólýsanlegri þjáningu og pyndingum. Lina al Hafez er því á sama tíma kvikmyndagerðarkona og viðfang myndarinnar, þar sem hún reynir að lifa af og leita að skýrleika mitt í óreiðunni. Útkoman er ekki aðeins pólitísk frásögn heldur einnig djúp, mannleg saga um vináttu, seiglu og innri  baráttu um að vera trúr sjálfum sér á erfiðum átakatímum.

Lina al Hafez lítur til baka á þennan tíma og segir:

Þegar ég byrjaði að kvikmynda var markmið mitt að vinna hlutlæga fjölmiðlarannsókn á þróun byltingarinnar í Sýrlandi en með tímanum varð þetta mjög persónulegt verkefni sem snerist æ meira um mitt eigið líf og vina minna.“

Hlutverk kvenna í byltingunni er einnig mjög miðlægt í myndinni. Lina útskýrir:

Upphaflega vildi ég skrásetja þátttöku kvenna í byltingunni til að koma í veg fyrir að sá þáttur hyrfi úr sögunni. Mótmælin stóðu yfir í vikur en urðu síðan að mánuðum og árum. Smám saman áttaði ég mig á því að ég var bæði orðin kvikmyndagerðarkona og viðfang eigin myndar.

Eftir því sem myndinni fleygir fram verður hún ekki einungis vitnisburður um ósagða sögu Sýrlands heldur einnig um styrk venjulegs fólks sem býr við óvenjulegar aðstæður:

Í dag get ég boðið upp á sanna sögu sem hefur aldrei verið sögð áður, sögu okkar, hinna menntuðu ungu kvenna í Damaskus, sem neituðu að vera hljóðar undir járnhæl stjórnvalda,“ segir Lina al Hafez.

Nánar um Linu al Hafez

Í fréttatilkynningunni kemur fram að Lina al Hafez fæddist í Damaskus árið 1983 en er nú búsett á Spáni þar sem hún stundar doktorsnám og starfar hjá alþjóðlega margmiðlunarfyrirtækinu SyriaUntold. Hún hefur skapað sér farsælan feril við heimildamyndagerð og sem fjölmiðlakona þar sem hún á að baki 20 ára reynslu af hljóð- og myndmiðlun. Kvikmyndir hennar hafa verða sýndar á virtum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á borð við Sundance, Visions du Réel og DMZ Docs og verk hennar hafa einnig verið tekin til sýningar hjá alþjóðlegum fjölmiðlum eins og BBC, Channel 4 og MBC.

Lina Al Hafez hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu og verðlaun fyrir myndina 5 Seasons of Revolution. Hún þótti sýna einstaka hæfileika til að miðla aðkallandi og mannlegum sögum mitt í hörmulegum aðstæðum.

Kynningarplakat fyrir myndina.

Í fréttatilkynningunni kemur að lokum fram Heimildarmyndin 5 Seasons of Revolution tilheyrir flokknum „Önnur framtíð“ á RIFF kvikmyndahátíðinni. Önnur framtíð er vettvangur fyrir kvikmyndir sem ögra samtímanum og ímynda sér betri framtíð. Í þessum flokki koma saman öflugar myndir sem takast á við umhverfis- og mannúðarmál — sögur sem ekki aðeins vekja spurningar heldur ýta okkur í átt að lausnum. Því stundum getur ein kvikmynd breytt sýn áhorfandans og mótað veröld morgundagsins.

5 Seasons of Revolution er framleidd af No Nation Films. Óskarsverðlaunahafinn Laura Poitras er aðalframleiðandi myndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessum manni

Lögreglan leitar að þessum manni