Héraðssaksóknari hefur ákært mann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistaðnum Edinborgarhúsið á Ísafirði aðfaranótt laugardagsins 8. apríl árið 2023.
Ákærði er sakaður um að hafa slegið annan mann með glerflösku í höfuðið með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut 1 cm langan v-laga skurð á enni og punktblæðingar á kinnar og höku.
Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 25. september næstkomandi.