Illugi Jökulsson rithöfundur vekur athygli á skemmdarverki sem unnin hafa verið á vegglistaverki í miðbænum og segir hannað þeir sem ábyrgð bera ættu að skammast sín fyrir.
„Í mörg herrans ár hefur verið svolítið málverk á vegg gamla Hans Petersens-hússins við Skólastræti, þar sem það blasir við fólki á leið um Bankastræti. Þetta var snoturt lítið verk sem á stóð Days of Gray og maður leit hlýlega til þess á leið eftir Skólastrætinu eða upp Bankastrætið.“
Um er að ræða húsið að Bankastræti 4, sem er á horni götunnar og Skólastrætis.
„Fyrir mörgum árum bættist lítið rautt hjarta í miðju verksins, áreiðanlega ekki málað af höfundinum og mér fannst það fyrst einfeldningslegt og dálítið hallærislegt og allt öðruvísi en verkið sjálft. En svo reyndist þessi viðbót einhvern veginn hæfa verkinu svo vel og nú í áratug eða svo hefur hið káta rauða hjarta oná blámanum og grámanum verið örlítið ánægjuefni á hverri gönguferð þar framhjá. Og öðru fólki hefur bersýnilega þótt það líka því fjöldi manns hefur tekið af sér mynd við þetta litla snotra listaverk á þessum óvænta stað. En nú hafa einhverjir sem merkja sig Oaths og Evil Music séð tilgang í að eyðileggja þessa litla meinlausa verk og hafi þeir eintóma skömm fyrir.“
Birtir Illugi í færslu sinni á Facebook með mynd af verkinu eins og það er nú skemmt.