fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Yfirmaður NATÓ segir að hugsanlega muni Kína og Rússland gera samhæfðar árásir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. júlí 2025 07:00

Xi og Pútín. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur á milli Xi Jinping, forseta Kína, og Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að gera samhæfðar árásir gæti komið illa við Vesturlönd. NATÓ verður því að vera undir það búið að Kína og Rússland muni hugsanlega gera samhæfðar árásir í Evrópu og Kyrrahafi á sama tíma, hugsanlega eftir aðeins tvö ár.

Þetta segir Alexus Grynkewich, hershöfðingi, sem er yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu og um leið æðsti yfirmaður herafla NATÓ. Hann tók við báðum embættunum í byrjun júlí.

Hann lét fyrrgreind ummæli falla á ráðstefnu í Wiesbaden að sögn Bild og Stuttgarter Zeitung.

Hann lagði áherslu á að ekki megi „kasta tíma á glæ“. „Við höfum þörf fyrir allan búnað, vopn og skotfæri, sem hægt er að útvega, til að geta varist þessu,“ sagði hann.

Eins og kunnugt er hafa Rússar háð slítandi og dýrt stríð síðan þeir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar 2022. Vesturlönd hafa ítrekað varað við því að sigri Rússar í stríðinu, muni það hvetja Pútín til enn frekari árása á Evrópuríki.

Yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar sagði á síðasta ári að rússneski herinn verði orðinn nægilega öflugur til að ráðast á NATÓ árið 2030.

Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATÓ, sagði nýlega að Rússar geti verið tilbúnir til að ráðast á NATÓ eftir fimm ár.

Þetta hefur meðal annars orðið til þess að Evrópuríki hafa aukið útgjöld til varnarmála mikið en langur tími getur liðið þar til áhrifa útgjaldaaukningarinnar gætir. Það tekur einnig langan tíma að koma vopnaframleiðslunni á fullan snúning. Af þessum sökum eru Evrópuríkin í viðkvæmri stöðu og mjög háð Bandaríkjunum.

Það verður því stór áskorun fyrir Vesturlönd ef NATÓ þarf að takast á við bæði Kínverja og Rússa samtímis.

Grynkewich varaði við hættunni á að Jinping ákveði að ráðast á Taívan en hann hefur ítrekað hótað því og sagt að Kínverjar muni beita öllum ráðum til að sölsa lýðræðisríki undir stjórn kínverskra kommúnista.

Bandaríkin telja mjög mikilvægt að verja Taívan og leika öryggismál, efnahagsmál og pólitískar ástæður þar stórt hlutverk. Það þjónar því hagsmunum Kínverja að Bandaríkin séu upptekin af stríðinu í Úkraínu eins lengi og hægt er, því á meðan geta þau ekki beint sjónunum að Kínverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Í gær

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölnir spenntur fyrir því að sjá Skjöld Íslands í Druslugöngunni

Fjölnir spenntur fyrir því að sjá Skjöld Íslands í Druslugöngunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíræfnir þjófar stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu – „Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið“ – Myndband

Bíræfnir þjófar stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu – „Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið“ – Myndband