fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Frakkar hyggjast viðurkenna Palestínu sem ríki – Ísraelar og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðunina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. júlí 2025 07:06

Emmanuel Macron. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar hyggjast verða fyrsta G7-ríkið til þess að viðurkenna Palestínu sem ríki. Frá þessu greindi Emmanuel Macron, forseti Frakklands, í færslu á samfélagsmiðlum og sagði að ákvörðunin væri í takt við þá áherslu Frakka í gegnum árin að langvarandi friður, sem byggðist á réttlæti, liti dagsins ljós fyrir botni Miðjarðarhafs.

Eftir að hafa kallað eftir vopnahléi og „lausn allra gísla“  sagði Macron í færslunni:

„Við verðum að byggja upp ríki Palestínu, tryggja að það geti staðið undir sér, og sjá til þess að með því að samþykkja afvopnun og fulla viðurkenningu á Ísrael, stuðli það að öryggi allra í héraðinu.“

Palestínsk stjórnvöld hafa fagnað ákvörðun Macron sem talinn er geta orðið til þess að fleiri öflugar þjóðir fylgi í kjölfarið, til að mynda Bretar sem og mögulega Þjóðverjar.

Ísrael og Bandaríkin eru hins vegar allt annað en sátt með ákvörðunina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lýsti henni sem „skotpalli til að útrýma Ísrael“. Bandaríkin sögðust „hafna yfirlýsingunni alfarið“. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallaði hana „ábyrgðarlausa“.

Sem stendur viðurkenna meira en 140 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna Palestínu sem ríki.

Lýsingarorð ná ekki lengur yfir hversu slæmt ástandið á Gaza-ströndinni er orðið. Á sjötta tug Palestínumanna eru sagðir hafa fallið í árásum Ísraela síðastliðinn sólarhring og farið er að bera á andlátum vegna vannæringar en alveg hungursneyð er farin að hafa veruleg áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“