fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

„Hlægilegar“ Trump-umbætur – Skeikar miklu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júní 2025 22:00

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump segir að skattaumbætur hans séu ekkert annað en ávísun á gróða upp á mörg þúsund milljarða dollara. En hagfræðingar eru ekki allir sammála þessu og segja frumvarpið vera ávísun á sannkallaða skuldasprengju. Þetta séu ekki bara reikningsmistök, heldur efnahagsleg klikkun.

Flestir óháðir hagfræðingar, sem starfa í Washington D.C., allt frá fjármálaskrifstofu þingsins til háskóla og hugveitna, vara við skattaumbótum Trump og segja þetta vera tifandi tímasprengju.

Þeir eru sammála um að „Big Beautiful Bill Act“, eins og frumvarpið hefur verið nefnt, kalli á skuldaaukningu ríkisins upp á 3.000 milljarða dollara á næstu tíu árum.

Trump er annarrar skoðunar og segir að frumvarpið sé ávísun á hagnað og það upp á 8.000 milljarða dollara.  Þarna munar því 11.000 milljörðum dollara.

„Það er ekki hægt að láta þetta ganga upp af því að þetta er hlægilegt,“ segir Erica York, hagfræðingur hjá hugveitunni Tax Foundation.

Sérfræðingar telja að áætlun Trump byggist á óskhyggju og mótsögnum með skattalækkunum, sem hann telur vera ríkissjóði að kostnaðarlausu og skapa hagvöxt, tekjum af tollum, sem eru reiknaðar tvöfalt, og um draumkennt efnahagslíf með viðvarandi þrjú prósent hagvexti.

Þegar Scott Bessent, fjármálaráðherra, kom fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings í síðustu viku bað Demókratinn Mike Thompson hann um að benda á óháðan sérfræðing „sem er ekki á launaskrá hins opinber“ sem telji að frumvarpið muni ekki leiða til skuldaaukningar ríkisins. Bessent benti þá á Arthur Laffer, sem hefur verið yfirlýstur stuðningsmaður Trump árum saman, og vakti það mikinn hæðnishlátur í salnum og síðan sagði Thompson: „Ég held að það sé ekki hægt að telja hann með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi