fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Austurríki: Þetta vitum við um byssumanninn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. júní 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tíu eru dánir eftir að byssumaður hóf skothríð í BORG Dreierschuetzengasse-menntaskólanum í borginni Graz í Austurríki. Talið er að alls hafi 28 hafi særst í árásinni en um er að ræða eitt versta fjöldamorð í sögu landsins.

Austurrískir fjölmiðlar greina frá því að árásarmaðurinn hafi beint sjónum sínum að tveimur skólastofum í skólanum en hann mun hafa verið fyrrverandi nemandi. Hann fannst látinn inni á salerni skólans og er hann sagður hafa svipt sig lífi eftir voðaverkið. Í frétt Kronen Zeitung kemur fram að hann hafi verið 22 ára.

Herma heimildir austurrískra fjölmiðla að árásarmaðurinn hafi talið sig fórnarlamb eineltis.

Myndbönd ganga nú um samfélagsmiðla þar sem sjá má nemendur á hlaupum á meðan að skothvellir heyrast á bak við. Elkhe Khar, borgarstjóri Graz, segir að alls hafi 28 særst í árásinni.

Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á vettvangi í morgun en að sögn lögreglu er ekki frekari hætta á ferðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga