fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 23. maí 2025 10:00

Umgengni um íbúðina er mjög slæm. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur greinir frá því að leigjandi að íbúð hans sé fíkill. Hann hafi séð að umgengnin um íbúðina sé mjög slæm og óttast að aleigan sé í húfi.

„Leigjandi minn er fíkill. Ég fékk ábendingu frá konu um að umgengi um íbúðina væri mjög slæm. Ég kíkti á íbúðina og það er raunin,“ segir íslenskur leigusali í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. „Þessi íbúð er aleiga mín. Það var mikill skellur að sjá hana í þessu ástandi sérstaklega vegna þessa að ég skilað henni svo fallegri.“

Þá segir leigjandinn að þetta hafi borið brátt að. Það er að þegar hann kíkti við í íbúðinni í mars síðastliðnum hafi hann ekki orðið var við neitt óvanalegt.

„Ég veit að þetta er sjúkdómur en ég get ekki annað en verið reiður og sár. Samt veit ég að ég þarf að taka þessu af yfirvegun,“ segir hann og spyr um ráð til að takast á við erfitt ástand af þessu tagi. Leigusamningurinn gildi til byrjun næsta árs.

Hægt að vera útsmoginn

Hefur færslan fengið nokkur viðbrögð. Bæði frá fólki sem hefur þurft að takast á við mál af þessum toga og ekki.

„Ég var með leigjanda sem var í einhverri neyslu. Fékk ótal símhringingar frá öðru fólki sem kvörtuðu undan honum og að lögreglan hafði komið og hann hafði skilið eftir skilaboð á hurðina, s.s. ristaði skilaboðin á hana fyrir lögregluna,“ segir einn reynslunnar maður.

„Allavega það sem ég gerði var að hringja í hann og segja honum að ég var að missa húsnæðið mitt og þyrfti nauðsynlega að komast aftur í íbúðina mína og hvort hann gæti ekki hjálpað mér að komast aftur þar ég væri að enda á götunni,“ segir hann. Hafi hann yfirgefið íbúðina fljótlega eftir það. „Mæli ekki endilega að fara þessa leið sem ég fór en á þessum tíma sá ég ekki aðra leið.“

Fíklar séu skammsýnir

Ein kona stingur upp á að bjóða viðkomandi leigjanda pening til þess að losna við hann. Það gæti verið minnsta vesenið.

„Fíklar eiga það til að vera skammsýnir og blankir. Gætir prófað að bjóða honum ágæta summu sem hann fengi um leið og hann skilaði lyklunum og skrifaði undir samning að hann sé farinn úr íbúðinni. Kannski tékka hjá lögmanni fyrst að samningurinn sé löglegur,“ segir hún. „Ef hann er í mikilli fíkn myndi hann skila lyklunum í næsta niðurdúr. Ég myndi segja að ég þyrfti íbúðina sjálf frekar en að vera með ásakanir. Þetta virkar samt ekki ef hann er ekki langt leiddur.“

Gæti hlotist mikið tjón

Aðrir benda á að það sé einfaldlega hægt að fara í hart við viðkomandi leigjanda.

„Þú hlýtur að geta sagt leigunni upp, hefur væntanlega núna fram að mánaðamótum til að gera það formlega, yfirleitt er 3 mánaða útgangstími en oft hægt að semja fólk út fyrr.. Lestu húsaleigulögin, þú gætir þurft að fá þér lögfræðing,“ segir einn.

Annars gæti málið endað illa bendir annar á.

„Ætla ekki að hræða þig en hann gæti fengið að vera þarna lengi án þess að borga. Ættingjar mínir lentu í leigjanda sem borgaði ekki og hann gat verið í marga mánuði, jafnvel ár. Þau þurftu að fá sér lögfræðing og tjónið var nokkrar milljónir sem á núvirði væri en þá fleiri milljónir,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Í gær

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Í gær

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“