fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 18:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir tvö brot á hegningar- og umferðarlögum.

Annars vegar er maðurinn sakaður um að hafa fimmtudaginn 29. febrúar 2024 ekið bíl, sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að stjórna bílum vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja í blóði. Hafi hann ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar austur Reykjanesbraut, skammt frá Álverinu í Straumsvík, fram úr bíl yfir óbrotna miðlínu þannig að ökumaður bílsins þurfti að víkja skyndilega til að forðast árekstur. Með þessari háttsemi sinni hafi ákærði stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu ökumanns hins bílsins, sem og annarra vegfarenda á akstursleið ákærða, í augljósan háska.

Akstur ákærða var stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut, skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði, og hann handtekinn.

146 km hraði

Hins vegar er maðurinn ákærður vegna háttsemi sinnar í umferðinni föstudaginn 29. mars 2024. Hann ók þá bíl sviptur ökurétti undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja. Hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu sem reyndi að stöðva aksturinn með forgangsljósum lögreglubíls og hófst þá eftirför lögreglu.

Lögregla elti menninn suður Reykjanesbraut og inn í Hafnarfjörð og mældist hraðinn 146 km á klukkustund. Hann var síðan handtekinn við Öldugötu eftir að hafa lagt bílnum þar.

„Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 22. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu