fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 18:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir tvö brot á hegningar- og umferðarlögum.

Annars vegar er maðurinn sakaður um að hafa fimmtudaginn 29. febrúar 2024 ekið bíl, sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að stjórna bílum vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja í blóði. Hafi hann ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar austur Reykjanesbraut, skammt frá Álverinu í Straumsvík, fram úr bíl yfir óbrotna miðlínu þannig að ökumaður bílsins þurfti að víkja skyndilega til að forðast árekstur. Með þessari háttsemi sinni hafi ákærði stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu ökumanns hins bílsins, sem og annarra vegfarenda á akstursleið ákærða, í augljósan háska.

Akstur ákærða var stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut, skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði, og hann handtekinn.

146 km hraði

Hins vegar er maðurinn ákærður vegna háttsemi sinnar í umferðinni föstudaginn 29. mars 2024. Hann ók þá bíl sviptur ökurétti undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja. Hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu sem reyndi að stöðva aksturinn með forgangsljósum lögreglubíls og hófst þá eftirför lögreglu.

Lögregla elti menninn suður Reykjanesbraut og inn í Hafnarfjörð og mældist hraðinn 146 km á klukkustund. Hann var síðan handtekinn við Öldugötu eftir að hafa lagt bílnum þar.

„Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 22. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“