fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Sonur „byssumannsins í Grindavík“ stígur fram – „Hvernig stendur á því að pabbi sem er byssulaus þarna sé tekinn svona?“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 17:00

Mál Hermanns hefur verið mikið í fréttum. Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hermannsson, sonur Hermanns Ólafssonar sem sakaður var um að ógna björgunarsveitarfólki með byssu, hefur stigið fram. Gagnrýnir hann fréttaflutning af málinu.

„Jæja nú verð ég að tjá mig bæði sem sonur Grindavíkur og sonur „hættulega byssumannsins“,“ segir Hermann í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

Hermann er sonur Hermanns Ólafssonar sem var sakaður um að beina byssu að björgunarsveitarfólki þegar verið var að rýma Grindavík vegna eldgoss. Var hann handtekinn af sérsveitinni og settur í fangaklefa í Keflavík. Hefur Hermann síðan sagst vera blásaklaus, hann hafi fengið leyfi til að sækja skotbommulyftara og að fréttaflutningurinn sé mannorðssvipting.

Í færslu Hermanns yngri byrjar hann á að spyrja nokkurra spurninga varðandi fréttaflutning af málinu. Það er hver sé ábyrgð þeirra sem skrifa, hvert sé markmiðið og hvað það segi okkur þegar lykil staðreyndir breytist á milli frétta.

Eru þetta þakkirnar?

Vísar hann einkum í fréttaflutning Mannlífs af málinu. Það er fréttar þar sem segir að fólk sem vildi ekki yfirgefa Grindavík hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu. Hafi átta manns ekki viljað fara úr bænum.

Sjá einnig:

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“

„Mér finnst þetta mikilvægt því að þetta snýst ekki um hvað við Grindvíkingar vitum. Hér er verið að gefa í skyn að þessir 8 hættulegu Grindvíkingar eru að hafa svakaleg áhrif á viðbragðsaðila, hóta þeim þegar þeir reyna hjálpa og svo á endanum… Þá höfðu viðbragðsaðilar rétt fyrir sér og við þurftum að yfirgefa. Þannig við erum óhæf að hugsa eða taka ákvarðanir,“ segir Hermann. „Þetta snýst um að eflaust mjög margir sem þekkja ekki til og lesa svona fréttir, gætu hugsað með sér: „Eru þetta þakkirnar sem við fáum frá þessum Grindvíkingum? Ógna sjálfboðaliðum og öðrum sem eru BARA að gera vinnuna sína, er þetta ekki bara komið gott? Lokum öllu þarna nema Bláa lóninu auðvitað.““

Má þetta?

Hermann segist sjálfur hafa orðið vitni að atburðarásinni og lýsir hann henni svona. Sérsveitarmenn hafi komið heim til hans um 7:40, það væri verið að rýma og þeir myndu koma aftur eftir hálftíma og þá væri gott ef allir yrðu farnir.

Einhvern tímann á milli 9:16 og 9:22 fékk hann tvö símtöl frá föður sínum sem var kátur og sagði að björgunarsveitin væri að fylgja honum út á Stað til að gefa kindunum. En 9:39 fékk hann símtöl og sendar myndir af sérsveitinni að snúa Hermann eldri niður og handtaka hann.

„Nú vill ég spurja ykkur þar sem ég veit ekki mikið um verkferla sérsveitarmanna, en þessir aðilar verða bregðast við lífsógnum. Þeir eiga að bregðast við aðstæðum með alvöru og eru þjálfaðir til átaka ef til þess þarf. En hvernig stendur á því að pabbi sem er byssulaus þarna sé tekinn svona? Á sínu landi. Má þetta?“ spyr Hermann. „Að streitast á móti með afli vs að streitast á móti með orðum og biðja um upplýsingar um hvernig stendur á því að það sé verið að handtaka mann og hvað þá af sérsveitarmönnum er ekki alveg það sama.“

Alla færsluna má lesa hérna:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur tætir í sig greiningardeildir bankanna

Vilhjálmur tætir í sig greiningardeildir bankanna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“