fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. mars 2025 12:42

Karl Steinar Valsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska sendiráðið á Íslandi hefur birt yfirlýsingu á vef sínum þar sem ummæli Karls Steinars Valssonar, yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, eru harðlega gagnrýnd.

Karl Steinar hélt erindi á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í gær. Vísir fjallaði meðal annars um erindi Karls Steinars sem sagði tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þó þær séu viðkvæmt mál.

Í erindi sínu, samkvæmt frétt Vísis, vísaði Karl Steinar til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem til stóð að reisa rannsóknarstöð um norðurslóðir.

Er í fréttinni vísað í tveggja ára gamla umfjöllun Heimildarinnar þar sem fram kom að fulltrúar NATO hefðu áhyggjur af því mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna.

En kínverska sendiráðið hefur brugðist hart við samkvæmt yfirlýsingu sem birtist á vef þess í morgun.

„Okkur brá við þessa yfirlýsngu, við erum óánægð með hana og mótmælum henni,“ segir meðal annars.

Bent er á það að Kína hafi unnið með Íslandi til að yfirstíga þær áskoranir sem alþjóðlega fjármálakreppan 2008 hafði í för með sér fyrir Ísland.

Í þeirri ólgu sem ríkir í heiminum séu kínversk yfirvöld staðföst í vilja sínum til að efla vináttu við Ísland.

„Við hvetjum viðeigandi stofnun til að leggja til hliðar hroka og hleypidóma og láta af því að koma með tilefnislausar ásakanir og dreifa sögusögnum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“