fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Diljá Mist varpar ljósi á sorglegan veruleika: „Foreldrar vinkonunnar uggandi yfir stöðunni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. mars 2025 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að staðan í sumum hverfum borgarinnar sé orðin þannig að börn eru þar ekki frjáls.

Diljá Mist skrifar grein um þetta í Morgunblaðið í dag þar sem hún varpar ljósi á sorglega stöðu.

„Níu ára dótt­ir mín mælti sér á dög­un­um mót við vin­konu sína sem býr í Breiðholti. Var ákveðið að vin­kon­urn­ar myndu verja deg­in­um hjá okk­ur í Grafar­vog­in­um, enda for­eldr­ar vin­kon­unn­ar ugg­andi yfir stöðunni í hverf­inu sínu og illa við að senda börn ein út að leika sér um þess­ar mund­ir. Nú er staðan því orðin þannig í sum­um hverf­um borg­ar­inn­ar að börn eru þar ekki frjáls eins og verið hef­ur frá því að hverf­in byggðust. Það er sorg­leg staða sem verður von­andi til þess að vekja suma, sem lifa í bergmálshelli, vörðuðum af eig­in góðmennsku, af vær­um svefni,” segir hún í grein sinni.

Diljá bendir á að nýlega hafi dómsmálaráðherra mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum varðandi farþega­upp­lýs­ing­ar í tengsl­um við landa­mæri Íslands.

„Aðdrag­andi þess er að örfá flug­fé­lög inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafa þrá­ast við að af­henda ís­lensk­um stjórn­völd­um þess­ar upp­lýs­ing­ar í trássi við ís­lensk lög. Und­ir­rituð tók málið m.a. upp sem formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og óskaði eft­ir skýrslu­gjöf af hálfu dóms­málaráðuneyt­is­ins fyr­ir nefnd­inni,“ segir Diljá.

Í umræðum um frumvarpið kveðst hún hafa lagt áherslu á að stjórnvöld tryggðu að erlend flugfélög sem fljúga hingað framfylgdu þeirri ótví­ræðu laga­skyldu sinni að af­henda farþega­upp­lýs­ing­ar.

„Þrátt fyr­ir að mál­flutn­ing­ur ráðherr­ans væri að mark­miðið væri að efla landa­mæra­eft­ir­lit og lög­gæslu hafði ég áhyggj­ur af því að með frum­varp­inu væri verið að tak­marka heim­ild­ir stjórn­valda inn­an nú­gild­andi laga til þess að afla upp­lýs­inga um farþega sem hingað koma. Ráðherr­ann meðtók áhyggj­ur und­ir­ritaðrar og frum­varpið er nú komið til meðferðar alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar sem mun vafa­laust kafa ofan í málið. Þeim spurn­ing­um er þó ósvarað hvernig lang­sam­lega flest flug­fé­lög inn­an ESB geta af­hent okk­ur þess­ar upp­lýs­ing­ar mögl­un­ar­laust,“ segir hún.

Diljá segir það frumskyldu stjórnvalda, líka Reykjavíkurborgar, að tryggja ör­yggi borg­ar­anna.

„Von mín er því sú að breyt­ing verði gerð á lög­um til að efla landa­mæra­eft­ir­lit og lög­gæslu, eins og stefnt er að, og stoppað verði enn frek­ar í göt­in. Stjórn­völd Reykja­vík­ur­borg­ar hafa sömu­leiðis brugðist íbú­um í Breiðholti og öðrum hverf­um borg­ar­inn­ar. Þar hef­ur ör­yggið alls ekki verið nægj­an­lega tryggt. Það er frá­leitt að bera það á borð að sum börn hafi rík­ari rétt til skóla­göngu en önn­ur. Það eru mik­il­væg skila­boð að dóms­málaráðherra taki und­ir með for­vera sín­um um að hægt verði að aft­ur­kalla alþjóðlega vernd þeirra sem hér brjóta af sér. Þá hef­ur und­ir­rituð lagt fram frum­varp um svipt­ingu ís­lensks rík­is­borg­ara­rétt­ar vegna al­var­legra af­brota,“ segir Diljá og bætir við að lokum:

„Skila­boðin eru skýr: hér skuli all­ir fara eft­ir meg­in­regl­um og –gild­um ís­lensks sam­fé­lags. Þeir út­lend­ing­ar sem ógna stöðu okk­ar sem eins ör­ugg­asta og friðsæl­asta lands í heimi eiga litla sam­leið með ís­lensku sam­fé­lagi. Það er víst nóg af stöðum í heim­in­um þar sem þeir geta fundið meiri sam­leið með sín­um viðhorf­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“