fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Halldór segir margt í okkar samfélagi sé farið að „bera einkenni klassískrar úrkynjunar“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. mars 2025 13:30

Halldór Armand Ásgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson segir í áhugaverðum pistli á samfélagsmiðlinum X að margt í samfélagi okkar sé farið að ber bera einkenni klassískrar úrkynjunar, þ.e. komið handan þess að teljast bara „lélegt“ og farið að minna á hardcore fall-Rómarveldis sjúkleika, þar sem elítur eru í innbyrðis kapphlaupi um að soga til sín eins mikið af sameiginlegum sjóðum og hægt er. Það er engin stefna, engin sýn, en fyrst og fremst: Engin gildi.,“ skrifar rithöfundurinn.

Kveikjan að pistli Halldórs eru fréttir af himinháum launum Heiðu Bjargar Hilmisdóttur en þau setur Halldór Armand í samhengi við sparnaðaraðgerð Reykjavíkurborgar sem fólst í því að loka sundlaugum snemma á kvöldin um helgar.

„15 milljóna króna biðlaun borgarstjóra eru t.d. 3/4 af þeim peningum sem eiga að sparast með því að skerða opnunartíma sundlauga í borginni um helgar. En þú veist, neyðarsjóður fjölskyldunnar og allt það.

Hver klukkustund þar sem t.d. 14-17 ára krakkar eru ekki slefandi yfir skjá er hér um bil ómetanleg til framtíðar og ég leyfi mér að halda að það sé eitthvað sem við viljum flest borga fyrir – að þeir hafi samastað í almannarými eins og laugunum. Hins vegar bað enginn um heim þar sem strit og tími venjulegs fólks fer í að borga fyrir sjálftöku og ofurlaunavæðingu stjórnmálastéttarinnar – sem að mínu persónulega mati vinnur þjóð sinni almennt, en þó ekki án undantekninga, miklu meira tjón en gagn; að það sé hún sem fái forgang yfir allt annað. Það er dapurlegt að þurfa að grípa til gífuryrða, en hvað er annað hægt að segja en að þetta sé ógeðslegt?,“ skrifar Halldór.

Telur hann blasa við að ef stungið væri upp á því í íbúakosningu að fækka borgarfulltrúum um helming, lækka laun þeirra niður í það sama og fólk sem gerir samfélagi sínu ótvírætt gagn fær, og nota sparnaðinn til þess að fjárfesta í einhverju á borð við sundlaugarmenninguþá myndu yfir 95% kjósa já. Segist hann þó ekki bjartsýnn á að það verði að veruleika.

„Á sama tíma heldur málsmetandi fólk því fram að nú sé góður tími til að stofna íslenskan her fyrir 115 milljarða á ári. (Myndi þá kostnaðurinn af rekstri Friðarsúlunnar sparast á móti? Yrði ekki slökkt þar annars?) Við getum ekki einu sinni starfrækt leikskóla, ekki haldið úti almenningssamgöngum, ekki heilbrigðiskerfi, við getum ekki einu sinni fangelsað fólk þannig að af því sé einhver lágmarkssómi. Mikið yrði nú ánægjulegt að fá samt að borga fyrir her! The Russians are coming sjáðu til. Því miður væri langlíklegast að honum yrði – að þjóðlegum sið – fyrst og fremst beitt gegn Íslendingum sjálfum,“ skrifar rithöfundurinn.

Hér má lesa pistil Halldórs Armands í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat