fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Ólympíukeppandi kominn á lista yfir 10 eftirlýstustu glæpamenn FBI

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. mars 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann keppti á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City árið 2002 en er í dag kominn á lista yfir þá tíu glæpamenn sem bandaríska alríkislögreglan, FBI, leggur hvað mesta áherslu á að finna.

Ryan James Wedding, 43 ára Kanadamanni, var bætt á listann í gær en hann grunaður um að vera höfuðpaurinn í alþjóðlegum glæpahring sem sýslar með fíkniefni. Ryan þessi keppti á snjóbretti í risasvigi fyrir hönd Kanada á leikunum þar sem hann endaði í 24. sæti.

FBI hefur lagt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúmlega 1,3 milljarða króna, til höfuðs Ryan.

Á blaðamannafundi í gær sagði Akil Davis, yfirmaður FBI í Los Angeles, að glæpagengi Ryans hefði smyglað mörg hundruð kílóum af kókaíni frá Kólumbíu, í gegnum Mexíkó, suðurhluta Kaliforníu og þaðan meðal annars til Kanada. Ryan er auk þess grunaður um að hafa fyrirskipað þó nokkur morð og sjálfur myrt þrjá einstaklinga.

Óvíst er hvar hann heldur sig en þó er talið að hann hafi flúið til Mexíkó og mun hann í dag vera hátt settur meðlimur í Sinaloa-glæpasamtökunum. Gengur hann undir nöfnunum „El Jefe“ eða „Public Enemy“.

Ryan, sem er fæddur árið 1981, tók sæti Alexis Flores á topp 10 lista FBI en sá er enn eftirlýstur fyrir morð og nauðgun á fimm ára stúlku í Bandaríkjunum árið 2000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið