fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Bjarni Már kallar eftir sérstöku varnarmálaráðuneyti hérlendis

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. mars 2025 08:30

Bjarni Már Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ísland er eina NATO-ríkið án varnarmálaráðuneytis. Þótt landið hafi ekki eigin her hefur það skuld bindingar samkvæmt bandalaginu og gegnir mikilvægu hlutverki í öryggi Norður-Atlantshafsins og á norðurskautinu. Það er því tímabært að íslensk stjórnvöld marki skýrari stefnu og endurskoði stjórnsýslulega skipan varnarmála með stofnun varnarmálaráðuneytis,“ segir Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Áþekk grein Bjarna Más vakti mikla athygli og umtal í síðustu viku en þar taldi hann þörf á því að íslensk stjórnvöld myndu stofna her og leyniþjónustu. Nú beinir prófessorinn sjónum sínum af varnarmálum en hann segir ljóst að breytt öryggisumhverfi, aukin spenna í Norður-Atlantshafi og norðurskautinu, vaxandi netógnir og hernaðaruppbygging í geimnum kalli á skýrari sýn.

Eina NATO-ríkið án varnarmálaráðuneytis

„Ísland hefur um áratugaskeið treyst á varnarsamstarf við Bandaríkin og NATO en óvissa um stefnu bandamanna, sérstaklega í kjölfar stjórnarskipta í Bandaríkjunum, sýnir að Ísland getur ekki lengur treyst eingöngu á aðra til að tryggja eigin öryggi,“ skrifar Bjarni Már.

Hann bendir á að Ísland sé eina NATO-ríkið án varnarmálaráðuneytis og þrátt fyrir herleysið hafi landið skuldbindingar innan varnarbandalagsins og gegni mikilvægu hlutverki í öryggi í heimshlutanum.

Bjarni Már telur brýnt að miðlæg stjórn komist á yfir varnarmál hérlendis og er á þeirri skoðun að skipulag varnarmála á Íslandi sé of óskýrt og dreift milli ráðuneyta.

„Varnarmál heyra undir utanríkisráðherra en lykilstofnanir sem sinna ytri vörnum landsins heyra undir önnur ráðuneyti. Þetta fyrirkomulag flækir samhæfingu og viðbragð við ógnunum. Borgaralegar stofnanir sinna í of miklum mæli varnartengdum verkefnum, þrátt fyrir að þær hafi ekki verið settar á stofn í þeim tilgangi. Skortur á miðlægri stefnumótun getur leitt til sundrungar og ómarkvissra aðgerða. Að auki getur þetta valdið óvissu um stjórnskipulega ábyrgð,“ skrifar Bjarni Már.

Engin stofnun með skýra ábyrgð varðandi netöryggi

Bendir hann sérstaklega á netöryggi og hvernig það sé orðið eitt stærsta öryggismál samtímans.

„Undanfarið hafa margar þjóðir orðið fyrir alvarlegum netárásum sem hafa haft áhrif á grunninnviði þeirra. Ísland er ekki undanskilið þessari þróun, og engin miðlæg stofnun hefur skýra ábyrgð á varnartengdu netöryggi af hernaðarlegum toga,“ skrifar prófessorinn.

Hann segir að stofnun varnarmálaráðuneytis myndi fela í sér breytingar á íslenskri stjórnsýslu en sé sannfærður um að langtímaávinningurinn yrði mikill.

„Með skýrari stefnumótun og samræmingu yrði nýting fjármuna markvissari og tryggt að Ísland gæti tekið virkari þátt í alþjóðlegu varnarsamstarfi. Norðurlöndin hafa á síðustu árum endurskipulagtvarnarmálaráðuneyti sín og aukið varnarviðbúnað vegna breyttra öryggisaðstæðna. Ísland ætti ekki að
vera eftirbátur í þessari þróun,“ skrifar Bjarni Már.

Grein hans má lesa í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga