fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Erfingi ósáttur eftir að hann fékk rukkun frá TR

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fékk greiddar tekjutengdar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) á árinu 2023. Eftir að hún lést tók erfingi við öllum réttindum og skyldum.

Erfingjandum barst bréf í maí árið 2024 þar sem TR tilkynnti að við endurútreikning hefði komið í ljós ofgreiðsla bóta sem nam um 36 þúsund krónum.

Erfinginn vildi ekki borga reikninginn og leitaði til úrskurðarnefndar velferðarmála í júlí. Þar tók erfinginn fram að dánarbúið væri uppgert og samkvæmt skattaframtali 2024 vegna ársins 2023 hefði myndast inneign að fjárhæð 2.600 kr. og það væri það eina sem væri til í dánarbúinu.

TR tók fram að dánarbúið sé uppgert og eignalaust. Þetta hafi komið fram í athugasemdum með kæru erfingjans. Samkvæmt gögnum TR hafi verið veittur frestur vegna einkaskiptaleyfis til loka júlí en ekkert uppfært yfirlit liggi fyrir. TR hafi ekki fengið staðfestingu á eignarleysi. TR óskaði eftir því að fá að endurupptaka málið og bað kærunefndina að vísa málinu frá. TR tók fram að endurútreikningur byggi á tekjuupplýsingum í skattframtali og stofnuninni sé óheimilt samkvæmt lögum að líta fram hjá þessum upplýsingum. Eins beri TR að innheimta ofbreiddar bætur af greiðsluþega eða dánarbúi hans. Hin látna hafi þegið ellilífeyri og tengdar greiðslur áður en hún lést. Síðar hafi komið í ljós að tekjur hennar voru vanáætlaðar í tekjuáætlun.

TR rakti að við andlát manns tekur dánarbú við öllum eignum og skuldum hins látna og á meðan skiptum dánarbús er ólokið ber dánarbúið ábyrgð á öllum skuldbindingum hins látna. Ef einkaskipti fara fram bera erfingjar óskipta ábyrgð á skuldum búsins. Ef búið er eignalaust eða ef eignir duga aðeins fyrir útfararkostnaði bera erfingjar ekki ábyrgð á skuldbindingum dánarbúsins. TR hafi óskað eftir staðfestingu á eignarleysi en enga fengið. Eins sé ekki hægt að skipta dánarbúi með einkaskiptum ef búið er eignarlaust. Því leit TR svo á að erfingjar látnu konunnar bæru óskipta ábyrgð á skuldbindingum dánarbúsins og þar með talið á ofgreiðslukröfunni.

Úrskurðarnefndin rakti að vissulega hefði hin látna fengið ofgreitt og TR beri skylda til að innheimta ofgreiðslukröfu. Samkvæmt gögnum málsins var einkaskiptaleyfi veitt um miðjan ágúst árið 2023 og var einkaskiptum lokið 1. desember sama ár. Taldi nefndin rétt að staðfesta ákvörðun TR en tók þó fram að dánarbúið gæti freistað þess að biðja um niðurfellingu ofgreiddra bóta á grundvelli undanþáguákvæðis um sérstakar aðstæður. Við slíkt mat skuli líta til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna greiðsluþega og þess hvort hann hafi verið í góðri trú um greiðslurétt sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga