fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Bíll Ernu Ránar stórskemmdur en gerandi lét sig hverfa af vettvangi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært – Sá sem olli óhappinu er fundinn og málið verður leyst farsællega

„Það getur ekki hafa farið framhjá viðkomandi hvað gerðist,“ segir Erna Rán Arndísardóttir í stuttu spjalli við DV en hún varð fyrir því að ekið var á bíl hennar kyrrstæðan með þeim afleiðingum að vinstra brettið nánast flettist af bílnum en sá sem olli óhappinu lét sig hverfa af vettvangi.

Atvikið átti sér stað á bílaplani Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ í morgun. Erna Rán greinir þannig frá atvikinu á Facebook:

„Óska eftir vitnum – eða geranda!

Í morgun (08.01.2025), einhvern tíman á milli 8 og 11 var keyrt utan í bílinn okkar á bílastæðinu við FS (Fjölbrautaskóla Suðurnesja) – gerandi lét sig hverfa. Ef einhver veit meira – vinsamlega látið okkur vita – okkur þætti vænt um að fá þetta bætt.“

Í umræðum undir færslunni er Ernu Rán bent á að leita til skólans til að fá aðgang að upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Hún svarar þannig:

„Jú það eru myndavélar en þær virðast bara vera til skrauts  Ná ekki yfir allt bílastæðið og svo eru einhverjir gámar á planinu sem eru þannig staðsettir að ekki sést allt planið – mjög skrítið allt saman. Þetta er svo glatað – guttinn búinn að leggja svoooo mikla vinnu í að eignast þennan bíl og alltaf að ditta að honum – og svo gerir einhver svona og bíllinn ekki gangfær nema að gera við hann fyrir hundruði þúsund.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás