fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er minnst einu orði á það í leiðara Morgunblaðsins í dag að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi ákveðið að venda kvæði sínu í kross og láta af formennsku í flokknum sem og af þingmennsku.

Hinn reyndi fjölmiðlamaður Gunnar Smári Egilsson vekur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins.

Í færslu sinni segir Gunnar Smári að Morgunblaðið reyni að stjórna Íslandi með þögninni eins og það gerði áratugum saman.

„En blaðið hefur ekkert dagskrárvald lengur, getur ekki tekið mál af dagskrá með því að minnast ekki á þau. Leiðari blaðsins í dag er tilvitnun í rant Guðna Ágústssonar um veðraskipti en þar er ekki minnst á afsögn Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins af þingi, það sem allt annað fólk en ritstjóri Moggans telur tilefni til vangaveltna, yfirlits og greiningar,“ segir Gunnar Smári og tekur Illugi Jökulsson, þjóðfélagsrýnir og fjölmiðlamaður, undir þetta.

„Ef Morgunblaðið skipti einhverju máli lengur sem pólitísk rödd þá hefði maður nú líklega hent í einn pistil af Kremlarlógíu við þau tíðindi að í leiðara blaðsins sé ekki minnst á afsögn formanns Sjálfstæðisflokksins. Í rauninni er þetta móðgun við Sjálfstæðisflokkinn en meikar bara engan diff,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær