fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

„Í miðri borg þurfi ávallt að bera virðingu fyrir því að fyrir neðan flugleiðir býr fólk“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. september 2024 16:30

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Mynd: Framsóknarflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afstaða borgarinnar er að gera breytingar sem miða að því að koma þyrluflugi, einkaþotum og kennsluflugi frá Reykjavíkurflugvelli og lýsir borgarstjóri yfir vilja til að vinna að lausn mála. Samkomulag er í gildi um að kennslu-og áhugamannaflug eigi að hverfa frá vellinum.

Þetta er á meðal þess sem fram kom á fundi fulltrúa frá Hljóðmörk með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra á fundi í gær, föstudaginn 27. September.

„Einar gerði strax grein fyrir afstöðu borgarinnar og vilja til þess að gera breytingar og nefndi sérstaklega í því sambandi þyrluflug, einkaþotur og kennslu-og áhugamannaflug. Hann vísaði þar til samkomulags á milli ríkis og borgar um flutning æfinga/kennslu- og einkaflugs. Um þyrluflugið kom fram að borgin hefur þegar sett í gang vinnu við að leita að nýjum stað þar sem hægt er að byggja upp aðstöðu fyrir þyrlur og þeirra þjónustu,“ segir í fundargerð.

Fram kemur að fulltrúar borgarinnar lýstu áhyggjum sínum af frásögnum Hljóðmarkar af fundi með Isavia um að flughlöð á Reykjavíkurflugvelli væru „óstjórnuð“. Og einnig að einkaþotur stæðu í gangi í á annan klukkutíma allt ofan í 50m frá íbúðarhúsum, leikskólum og skólum borgarinnar sem næst eru vellinum.

„Fram kom hjá fulltrúum borgarinnar að Heilbrigðiseftirlitið, sem sér um slíkar hljóðmælingar, hafi ekki fengið ítrekaðar óskir um hávaðamælingar á svæðinu. Þar hafa farið fram hljóðmælingar en umferðarhávaði hefur komið í veg fyrir að nokkur gildi mælist frá flugvellinum.“

Meðvitaðir um ónæðið

Fulltrúar borgarinnar sögðust meðvitaðir um ónæði sem fylgir flugleiðum og útsýnisflugi yfir byggð. Lendingar og brottfarir eru almennt ekki leyfðar milli kl. 23-07, en „upplifun margra meðlima Hljóðmarkar stangast á við fullyrðingar um að einungis sjúkraflug fari fram á nóttunni. Sýnir það að ógagnsæi geti valdið upplýsingaóreiðu í allar áttir í kringum flugvöllinn.“

„Meðlimir Hljóðmarkar gera alls ekki athugasemdir við áætlunarflug til landsbyggðarinnar, sjúkraflug eða líffæraflutninga, en að á meðan staðsetning flugvallarins er í miðri borg þurfi ávallt að bera virðingu fyrir því að fyrir neðan flugleiðir býr fólk.“

Hljóðmörk lýsti því mati að augljóst væri að einkaþoturnar ættu heima í Keflavík og tóku fulltrúar borgarinnar undir að hefja þyrfti samtal um skýrari ramma um lendingar einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli og að best væri ef það flyttist til Keflavíkur, hugsanlega með heimild til undantekninga. Þegar er í gildi samningur um að færa kennslu- og áhugamannaflug á hentugri stað fyrir alla aðila.

Formaður borgarráðs lýsti því yfir að vilji væri til að breyta núverandi ástandi og vísaði til samnings sem var gerður milli borgarinnar og fyrrverandi Innviðaráðherra um bann við lendingum herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli og það fordæmi gæti nýst í samtali um flug og lendingar einkaþota.

Vilja óþarfa flug frá Reykjavíkurflugvelli

Hljóðmörk, íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll, voru stofnuð í byrjun september og eru það einkum íbúar í miðborg Reykjavíkur, Vesturbæ, Hlíðum, Skerjafirði og Kársnesi í Kópavogi sem standa að þeim. En einnig fólk annars staðar af á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Fossvogi, Garðabæ og jafnvel Hafnarfirði.

Markmiðið er ekki að banna flug frá Reykjavíkurflugvelli heldur að óþarfa flug hverfi frá vellinum. Þetta er til dæmis flug einkaþota og annarra flugvéla, útsýnisflug, kennsluflug og þyrluflug. Þetta á ekki við um sjúkraflug, björgunarflug eða reglubundið innanlandsflug.

Fulltrúar samtakanna hafa verið virkir frá stofnun þess og má sjá upplýsingar um alla fundi og fleira á Facebook-síðu samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess
Fréttir
Í gær

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall