fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Sólveig Anna segir frá skelfilegum aðstæðum starfsmanns Elvars

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. september 2024 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýrri Facebook-færslu frá tölvupósti sem hún fékk í morgun frá starfsmanni Elvars Ingimarssonar veitingamanns. Starfsmaðurinn lýsir þar m.a. óhóflega löngum vinnutíma á of lágum launum og því að hann þurfi nánast að grátbiðja Elvar um að fá launin sín greidd sem berist þó seint og illa.

Athygli vakti fyrr í vikunni þegar Efling stóð fyrir mótmælum fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu á Frakkastíg sem Elvar á og rekur. Segir félagið hann sekan um að greiða starfsfólki sínu ekki laun og að nokkrar milljónir króna séu nú í innheimtu hjá fyrirtækjum hans vegna vangreiddra launa.

Segja sviðna jörð liggja eftir veitingamanninn Elvar – Mótmæla launaþjófnaði fyrir framan veitingahúsið Ítalíu

Sólveig Anna var afar harðorð í garð Elvars og sagði hann ástunda launaþjófnað.

Sólveig Anna ómyrk í máli og hjólar í Elvar: „Hefur fyrir vana að ráða fólk í vinnu en greiða þeim ekki laun“

Elvar bar sig illa en viðurkenndi að hafa átt í erfiðleikum með að greiða laun. Bar hann fyrir sig minnkandi tekjur vegna áhrifa Covid-faraldursins og því að hafa þurft að flytja veitingastað sinn Ítalíu í annað húsnæði.

Sólveig Anna gaf hins vegar lítið fyrir þær skýringar og birti frásagnir nokkurra fyrrverandi starfsmanna Elvars um meðal annars hvernig hann hefði hlunnfarið þá.

Sólveig segir Elvar ljúga – Skuldi skjólstæðingum Eflingar tvöfalt meira en hann viðurkennir

Frásögn sem Sólveig Anna greinir frá á Facebook nú í dag virðist vera frá einstaklingi sem er enn starfsmaður hjá Elvari. Sólveig skrifar:

„Í morgun barst mér póstur frá einstaklingi sem starfar hjá Elvari Ingimarssyni. Þessi einstaklingur vinnur gríðarlega marga tíma á mánuði, allt að 250 tíma. Hann fær yfirvinnutímana greidda sem venjulega dagvinnutíma. Hann þarf að grátbiðja um að fá launin sín greidd og þau eru greidd seint og aldrei öll í einu. Á meðan að Elvar Ingimarsson barmar sér í fjölmiðlum er þetta staðan hjá vinnuaflinu. Geðslegt, eða hitt þó heldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki