fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Ein stærsta ósk Úkraínumanna hefur virst vera utan færis – Alveg þangað til í gær

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 04:10

ATACMS skotið á loft. Mynd:US Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stærsta ósk Úkraínumanna hvað varðar vopn frá vestrænum bandamönnum hefur virst vera utan færis, allt þar til í gær. Þá komst hreyfing á málin í Washington.

Þetta er ósk Úkraínumanna um að mega beita langdrægum flugskeytum, sem Bandaríkin og önnur vestræn bandalagsríki láta þeim í té, til árása á hernaðarleg skotmörk á rússnesku landsvæði.

Bandaríkin hafa verið mjög hikandi varðandi þetta en þegar Joe Biden var spurður aðfaranótt þriðjudags, að íslenskum tíma, hvort hann myndi falla frá þeim takmörkunum, sem eru á notkun bandarískra vopna, sagði hann að „nú sé unnið að málinu“. Ekki skýrt já en mun opnara og jákvæðara svar en áður.

Þetta svar hans tengist opnu bréfi, sem hópur þingmanna úr bæði Demókrata- og Repúblikanaflokknum, sendi Biden. Í þessum hópi eru meðal annars valdamiklir þingmenn sem sitja í mikilvægum þingnefndum. Þeir þrýsta á Biden að „falla nú þegar frá takmörkunum á notkun Úkraínumanna á langdrægum vopnum“.

Bréfið var sent skömmu eftir að staðfest var að Rússland hafi fengið að minnsta kosti 200 flugskeyti frá Íran.

Úkraínumenn hafa lengi fært rök fyrir því að ef þeir fái að nota langdræg vopn til árás á skotmörk í Rússlandi, geti þeir gert Rússum erfiðara fyrir við að halda uppi stöðugum loftárásum á Úkraínu.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War hefur gert kort með 225 hernaðarlegum skotmörkum í Rússlandi sem eru innan skotfæris bandarískra ATCMS-flugskeyta. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur haldið því fram að um 90% af öllum rússneskum herflugvélum, sem eru notaðar til að skjóta flugskeytum og svifflugssprengjum á Úkraínu, séu í meira en 300 km fjarlægð frá Úkraínu og þar með utan skotfæris ATACMS-flugskeytanna.

Það er því ekki samhljómur í hversu áhrifaríkt það er að leyfa Úkraínu að nota flugskeytin gegn skotmörkum í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“
Fréttir
Í gær

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega