Sérsveit Ríkislögreglustjóra aðstoðar Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerð í Breiðholtinu í Reykjavík.
Vísir greindi fyrst frá.
Tveir bílar frá sérsveitinni eru á staðnum. Ekki hefur náðst samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
Uppfært:
Sjúkrabíll var sendur á staðinn og einn fluttur á sjúkrahús. Ekki er vitað um ástand viðkomandi.
DV hafði samband við Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Kópavogi. Að sögn hans var um að ræða slagsmál í heimahúsi í Bakkahverfi þar sem einn maður stakk annan með hnífi í lærið. Aðgerðinni sjálfri er lokið á vettvangi.