fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Ferðamenn í vandræðum með sögulega hitabylgju á Grikklandi – Fimm týndir eftir að sjónvarpslæknirinn heimsfrægi lést

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 07:17

Hvarf breska læknisins Michael Mosley á grísku eyjunni Symi vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum. Hann fannst látinn eftir umfangsmikla leit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ferðamenn hafa týnst á grískum eyjum eftir að sjónvarpslæknirinn heimsfrægi, Michael Mosley, lést á eyjunni Symi í byrjun júní. Talið er að Mosley hafi yfirbugast í göngu í gríðarlegum hita á eyjunni.

Tveir af þessum fimm ferðamönnum hafa þegar fundist látnir. Fyrst fannst hollenskur ferðamaður látinn í gili á grísku eyjunni Samos og í kjölfarið var tilkynnt um andlát bandarísks ferðamanns á eyjunni Mathraki, nærri Corfu.

Þá stendur leit yfir af tveimum frönskum konum annars vegar og hins vegar Bandaríkjamanni á Hringeyjunum Sikinos og Amargos, skammt frá Aþenu. Talið er að öll þessi andlát og mannshvörf megi rekja til hitabylgju sem að riðið hefur yfir Grikkland undanfarið en hitinn hefur víða farið yfir 40 stig. Þykir það sögulegt að hitinn sé orðinn svo mikill í júní.

Ferðamönnum, sem eru óvanir miklum hita, er ráðlagt að fara varlega varðandi krefjandi gönguferðir eða hreyfingu í svo miklum hita.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar
Fréttir
Í gær

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð