fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Varar fólk við eftir að hafa misst bæði börn sín og eiginkonu – „Ég hélt að þetta væri öruggt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júní 2024 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæpt ár er liðið síðan hinn þrítugi Scott Peden upplifði verstu martröð sem hægt er að ímynda sér. Þá missti hann bæði börn sín, átta og fjögurra ára, og eiginkonu sína í skelfilegum eldsvoða sem braust út á heimili þeirra eftir að rafhlaða í rafmagnshjóli sprakk með látum.

Scott ræddi málið í morgunþættinum Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni í gærmorgun þar sem hann kallaði eftir strangari reglum þegar kemur að liþíum-rafhlöðum.

Það síðasta sem hún sagði

Scott má teljast heppinn að hafa komist lífs af úr eldsvoðanum en honum var haldið sofandi í mánuð eftir slysið. Eiginkona hans, Gemma, 31 árs og börn hans, hin átta ára gamla Lilly og fjögurra ára gamli Oliver, voru aftur á móti ekki jafn heppin. Tveir hundar fjölskyldunnar drápust einnig í eldsvoðanum.

Í viðtalinu rifjaði Scott upp þetta örlagaríka atvik og segir að eldurinn sem kom upp hafi verið óviðráðanlegur og fyllt heimili þeirra af reyk á örskotsstund.

„Það eina sem ég sá var ógnarstórt bál og ég man að logarnir voru rauðir, gulir og appelsínugulir,“ sagði hann. Rafmagnshjólið var geymt innandyra undir stiga sem lá upp á efri hæð hússins og komust Gemma og börnin ekki niður.

„Ég sagði Gemmu að stökkva og sleppa börnunum niður stigann en það síðasta sem hún sagði var að hún kæmist ekki út,“ sagði Scott sem sjálfur missti meðvitund ekki löngu síðar.

Líf mitt er ónýtt

Scott, í samvinnu með samtökum sem kallast Electrical Safety First, hefur kallað eftir því að stjórnmálaflokkar á breska þinginu komi sér saman um bætta löggjöf þegar kemur að liþíum-rafhlöðum sem meðal annars má finna í rafmagnshjólum og rafmagnshlaupahjólum.

Sjálfur segir Scott að áður en harmleikurinn átti sér stað fyrir ári síðan hafi hann ekki haft hugmynd um hættuna af þessum rafhlöðum. Vill hann vara fólk við og vekja það til umhugsunar um hættuna.

„Ég keypti mína rafhlöðu á netinu og ég hélt að þetta væri öruggt. Mér datt ekki í hug að þetta gæti verið svona hættulegt. Rafhlaðan sprakk undir stiganum á meðan fjölskyldan mín svaf. Eldtungurnar teygðu sig upp stigaopið og þetta var eins og eldvarpa. Húsið fylltist af reyk á nokkrum sekúndum. Ég missti allt þetta kvöld og ef frásögn mín verður ekki til þess að eitthvað breytist þá veit ég ekki hvað þarf til. Líf mitt er ónýtt, ég nýt þess ekki lengur.“

Gerist reglulega

Meðal þess sem kallað hefur verið eftir er að óháður þriðji aðili verði fenginn til að yfirfara rafhlöður og skera úr um það hvort þær séu öruggar eða ekki. Eins og staðan er núna er ekkert slíkt eftirlit til staðar og framleiðandans að segja til um það hvort rafhlöðurnar séu öruggar.

Bent er á það í umfjöllun Mail Online að á síðasta ári hafi ellefu manns látist í Bretlandi í eldsvoðum sem tengjast liþíum-rafhlöðum og mörg hundruð manns slasast, þar af nokkrir alvarlega.

Vandamálið sem fjallað er um hér að ofan er ekki bara bundið við Bretland því á Íslandi hafa eldsvoðar einnig orðið vegna rafhlaupahjóla. Vísir greindi frá því í september síðastliðnum að á einum sólarhring í byrjun þess mánaðar hafi slökkviliðið farið í þrjú útköll vegna elds í rafmagnshlaupahjólum. Brýndi Davíð Friðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, fyrir fólki að hlaða slík tæki ekki innandyra og geyma þau ekki inni í íbúarýmum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar
Fréttir
Í gær

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð