fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Eyðilögðu fullkomnustu orustuþotu Rússa 600 km frá Úkraínsku landamærunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 04:05

Gervihnattarmyndir af flugvellinum fyrir og eftir árásina. Flugvélin sést vel á þeim. Mynd:GUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn eyðilagði Su-57 herþotu, sem er fullkomnasta orustuþota Rússa, á laugardaginn. Það sem er sérstaklega athyglisvert við þetta er að vélin stóð á flugvelli í Akhtubinsk í Astrakhan í suðurhluta Rússlands, í um 600 km fjarlægð frá úkraínsku landamærunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Úkraínumönnum hefur tekist að eyðileggja flugvél af þessari tegund. Vélin er fullkomnasta orustuþota Rússa og er meðal annars illsjáanleg á ratsjám.

Úkraínski herinn birti gervihnattarmyndir á sunnudaginn sem sýna afrakstur árásarinnar á flugvöllinn. Ein myndanna sýnir sótugt malbik og litla sprengigíga í steypunni í kringum flugvélina.

Ekki er vitað hvaða vopn Úkraínumenn notuðu við árásina en miðað við fjarlægðina þá má reikna með að drónar hafi verið notaðir.

Þeir hafa bætt vel í framleiðslu sína á drónum sem þeir geta notað til árása langt inni í Rússlandi. Þeir hafa meðal annars ráðist á gasstöð í Sankti Pétursborg, um 1.000 km frá úkraínsku landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti

Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn
Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Í gær

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna
Fréttir
Í gær

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn