fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Fréttir

Íslendingar deila bestu sparnaðarráðunum: „Hef aldrei átt eins mikinn pening“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímum hárra vaxta og verðbólgu getur borgað sig fyrir budduna að sýna útsjónarsemi í fjármálum. Það er ýmislegt hægt að gera til að eiga nokkrar aukakrónur um hver mánaðamót og hefur Facebook-hópurinn Sparnaðartips komið mörgum að góðum notum.

Fjölmargir lögðu orð í belg í gær þegar kona ein spurði hópinn um bestu sparnaðarráðin þegar kemur að heimilinu og þess háttar. Sagðist konan ekki vera að tala um matarinnkaup eða mat heldur frekar hvað fólk getur gert til að eiga aðeins meira þegar þörf er á.

Ein athugasemd vakti talsverða athygli en hún var konu sem er komin á eftirlaun. Sagðist hún sakna þess að eiga ekki orlof eins og aðrir inn á bankareikningnum 11. maí ár hvert.

„Svo ég held áfram að greiða mér „orlof“ þegar ég fæ eftirlaunin mín. Legg inn á vaxtareikning kr. 8.000 í hverjum mánuði frá júní – maí og þá um kr. 100.000 11.maí á næsta ári. Þann pening notaði ég núna í maí í flugferð og gjöf handa barnabarni sem býr í DK. Ég opnaði bauk/sparibók hjá Indó sem ég kalla „jólagjafir“. Greiði þar inn kr 4.000 í hverjum mánuð frá jan.. Á þá um kr 50.000 um miðjan desember sem ég eyði í jólagjafir,“ sagði konan og hafa hátt í 200 sett „læk“ við athugasemdina.

Konan tók fram að hún hefði í sjálfu sér ekkert að gera með Indó. „En hef aldrei átt eins mikinn pening, eða, haft eins góða yfirsýn, eftir að ég opnaði reikninga hjá þeim í jan 2023. Margir kvarta yfir hinu og þessu hjá þeim, en ég hef aldrei lent í vandræðum,“ sagði hún.

Fleiri góð sparnaðarráð komu fram á þræðinum.

„Taka með nesti að heiman þegar farið er í langar bílferðir með börn i stað þess að stoppa og kaupa mat á leiðinni,“ sagði ein á meðan önnur bætti við að sniðug leið til að spara væri að kaupa notaða hluti. Þá segist ein hafa keypt sér klakavél og stóraukið vatnsdrykkjuna enda alltaf til í að drekka kalt vatn. Með þessu hafi hún getað sparað sér helling í drykkjarkostnað.

Ein segist borga inn á höfuðstól lánsins síns. „Ég notaði snjóbolta aðferðina til að borga niður skuldir og er núna skuldlaus fyrir utan húsnæðislánið. Það þýðir að borga 2000 kr eða meira inn á höfuðstólinn á láninu sem er minnst eftir af í lengd eða styst eftir í tíma. Þegar það lán er upp greitt að nota upphæðina sem fór í lánið plús 2000 kr og setja inn á næsta lán og svo koll af kolli.“

Þá nefnir ein gott ráð en það er að vera með gjafakassa en sjálf kveðst hún vera með einn slíkan fyrir fullorðna og annan fyrir börnin.

„Þá kaupi ég allskyns gjafir á afslætti eða þegar ég er í útlöndum og svo fyrir afmæli, útskriftir eða jólin þá á ég allskonar gjafir sem ég get nýtt,“ segir konan sem kveðst finna mestan mun með barnakassanum enda leikföng dýr á Íslandi. „Ég hef allavega sparað mjög mikið og næ að gefa miklu “veglegri” gjafir en ef ég myndi alltaf kaupa fyrir hvert tilefni“

Aðrir nefna til dæmis að fá reglulega tilboð í tryggingar, festa matarinnkaupin við einn dag í viku og nota útsölurnar, til dæmis í janúar, til að kaupa jólagjafir næstu jóla. Einn nefnir að eiga einn bíl í staðinn fyrir tvo hafi stórbætt fjárhag fjölskyldunnar og annar bendir á að sniðugt sé að sleppa óþarfa áskriftum.

Sumir slá á létta strengi og segir ein til dæmis varðandi matarinnkaupin: „Ekki fara svöng í búðina, það er eins og að fara full á djammið, kemur bara með eitthvað rusl heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Að bera litinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi
Fréttir
Í gær

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Í gær

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja íbúa bíða spennta eftir aukinni gjaldskyldu á bílastæðum

Segja íbúa bíða spennta eftir aukinni gjaldskyldu á bílastæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“