fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Fréttir

Pútín sagður horfa girndaraugum á Gotland og sænski herinn uggandi – „Við megum ekki leyfa þessu að gerast“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2024 14:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmaður sænska hersins varar við því að forseti Rússlands hafi beint sjónum sínum að Gotlandi. Gotland er stærsta eyja Svíþjóðar og þykir staðsett á hernaðarlega mikilvægum stað. Á öldum áður var eyjan mikilvæg miðstöð verslunar og vinsæll áfangastaður sjóræningja. Eyjan er í miðju Eystrasalti en rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti á þriðjudag að Rússar ætli sér að færa út lögsögu sína á Eystrasaltinu og hefur alþjóðasamfélagið áhyggjur af því hvað í þessum áformum felst fyrir aðlæg lönd.

„Ég er sannfærður um að Pútín er að horfa ti Gotlands. Pútín ætlar sér að ná yfirráðum á Eystrasaltinu,“ sagði yfirmaður sænska hersins, Micael Bydén í samtali við þýska miðilinn RDN.

„Ef Rússland tekur yfir og lokar af Eystrasaltið þá mun það hafa gífurleg áhrif á líf okkar – bæði okkar hér í Svíþjóð sem og annarra landa sem eiga landamæri að Eystrasaltinu. Við megum ekki leyfa þessu að gerast. Eystrasaltið má ekki verða að leikvelli Pútíns sem hann notar til að hrella aðildarríki NATO.“

Svokallaður skuggafloti Rússlands hefur verið áberandi undanfarið í efnahagslögsögu Svíþjóðar við strandir Gotlands. Um er að ræða um 1.400 skipa flota sem tilheyrir ekki formlega neinum her og starfar ekki innan formlegs sjávarútvegs, heldur eru þetta olíuflutningaskip sem tæknilega eru ekki til á pappírum. Þess vegna er talað um skuggaflota sem siglir ekki undir neinum opinberum flöggum og því erfitt fyrir NATO og aðra að hafa afskipti af flotanum.

Eftir að Rússland innlimaði Krímskagann árið 2016 ákvað Svíþjóð að hafa vaðið fyrir neðan sig og kom upp herliði á Gotlandi. Eyjan hafði þá verið án herliðs í rúman áratug. Fljótlega eftir að innrásin hófst í Úkraínu ákvað Svíþjóð að hagi sínum væri betur borgið innan NATO en utan og fékk landið formlega aðild að bandalaginu í mars á þessu ári. Það þýðir að ef Rússland ræðist á Gotland þá hefur það ráðist gegn NATO.

„Ef Pútín ræðst á Gotland þá getur hann ógnað NATO ríkjum frá sjó. Þetta myndi þýða endalok friðar og stöðugleika á Norðurlöndum og hjá Eystrasaltsríkjum,“ sagði Bydén.

Sjá frétt Politico

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Að bera litinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi
Fréttir
Í gær

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Í gær

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja íbúa bíða spennta eftir aukinni gjaldskyldu á bílastæðum

Segja íbúa bíða spennta eftir aukinni gjaldskyldu á bílastæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“