fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Fréttir

Gunnar Smári: Katrín sú eina sem hefur ekki mætt – Björn: „Virti mig ekki viðlits“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2024 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamennirnir Gunnar Smári Egilsson og Björn Þorláksson segja það af og frá að Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, geti rætt við alla.

Gunnar Smári gerði aðsenda grein Torfa H. Tulinius á Vísi að umtalsefni á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands í morgun. Var það einkum eitt í grein Torfa sem vakti athygli Gunnars Smára, þau orð að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla.

„Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema ég og örugglega margir fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman,“ segir Gunnar Smári sem er ritstjóri Samstöðvarinnar.

Hann svarar því svo í athugasemdum að hann hafi ekki hugmynd um það hvers vegna Katrín hafi ekki þegið boð hans.

„Guðni Th. hefur komið, margir ráðherrar og allskonar fínifólk innan um alþýðu manna. Ég bendi bara á þetta hér, því Torfi og fleiri hafa verið að draga upp þá mynd af Katrínu að hún geti hitt alla. Ég og örugglega fleiri erum bara ekki innan þess mengis hjá Katrínu. Kannski hefur einhver sagt henni að áhorfendur á Samstöðina muni ekki kjósa hana í sama mæli og lesendur Moggans.“

Björn Þorláksson, samstarfsmaður Gunnars Smára á Samstöðinni, gerir svo færslu hans að umtalsefni á eigin síðu. Tekur hann undir gagnrýni hans.

„Hvað segiði? Talar Kata Jak við alla? Ekki er það mín saga. Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund. Þau Bjarni Ben áttu þetta sameiginlegt. Þau voru í hópi örfárra sem neituðu að ræða við mig um spillingu. Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar. Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Að bera litinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Klúður lögmanns sem mætti ekki í dómsal

Klúður lögmanns sem mætti ekki í dómsal
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Umfangsmiklar aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi á heimsvísu – Lögðu hald á netþjóna misyndismanna á Íslandi

Umfangsmiklar aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi á heimsvísu – Lögðu hald á netþjóna misyndismanna á Íslandi
Fréttir
Í gær

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar
Fréttir
Í gær

„Glataðasta frétt vikunnar er fundin“

„Glataðasta frétt vikunnar er fundin“
Fréttir
Í gær

Strokufanginn og höfuðpaurinn í stóra Bitcoin-málinu hlýtur enn einn dóminn – Fór úr „stærsta ráni Íslandssögunnar“ yfir í misheppnað smygl

Strokufanginn og höfuðpaurinn í stóra Bitcoin-málinu hlýtur enn einn dóminn – Fór úr „stærsta ráni Íslandssögunnar“ yfir í misheppnað smygl
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi söngvari Spandau Ballet ákærður – Raðnauðgari með blæti fyrir að brjóta á sofandi konum

Fyrrverandi söngvari Spandau Ballet ákærður – Raðnauðgari með blæti fyrir að brjóta á sofandi konum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi sendiherra á Íslandi ræðst á Trump og Repúblíkanaforystuna – „Geðbilað raus“

Fyrrverandi sendiherra á Íslandi ræðst á Trump og Repúblíkanaforystuna – „Geðbilað raus“