fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Fréttir

Bjargað úr snjóflóði í Stafdal

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2024 17:51

Mynd: visitseydisfjordur.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einum var bjargað í dag úr snjóflóði sem féll í nágrenni skíðasvæðisins í Stafdal ofan Seyðisfjarðar.

Tilkynnt var um snjóflóðið laust eftir klukkan fjögur í dag. Tveir voru á svæðinu þegar flóðið féll og lenti annar þeirra undir. Viðbragðsaðilar voru strax ræstir út, björgunarsveitir á svæðinu og þyrla Landhelgisgæslu reiðubúin að fara af stað með hjálparlið og búnað. Aðgerðastjórn í umdæminu var virkjuð og samhæfingarstöð Almannavarna, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði.

Um klukkan 16:30 var viðkomandi fundinn og laus undan flóðinu með aðstoð félaga síns. Hann var í kjölfarið fluttur undir læknishendur með sjúkrabifreið. Ekki er talið að meiðsl hans séu alvarleg en lerkaður eftir.

Viðbragðsaðilar voru þá kallaðir til baka, rétt um klukkan 16:40.

Snjóflóðaeftirlit Veðurstofu var strax upplýst um atvik. Svæðinu hefur nú verið lokað þar til metið hefur verið hvort hætta er enn til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“
Fréttir
Í gær

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi
Fréttir
Í gær

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann
Fréttir
Í gær

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“
Fréttir
Í gær

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt