fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ása með yfirlýsingu og segist heimsækja Rex í hverri viku – „Ég leyfi honum að njóta vafans“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. mars 2024 21:00

Rex og Ása eru skilin að borði og sæng en hún segist ekki vilja trúa ódæði upp á hann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Guðbjörg Ellerup, hin íslenska eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir hann ekki færan um að fremja ódæði eins og hann er sakaður um. Hún heimsækir hann í fangelsið og segir að hann eigi að njóta vafans.

Þetta kemur fram í frétt breska blaðsins The Daily Mail.

Ása og Rex hafa verið gift í 27 ár en eru skilin að borði og sæng en eiga saman tvö börn. Mikið hefur verið fjallað um Ásu og hennar þátt í sögunni um Gilgó morðin. Ása hefur ekki verið ákærð í málinu og yfirvöld telja að hún hafi ekki haft neina vitneskju um morðin sem Rex er sakaður um.

„Ég mun taka til greina öll sönnunargögn í málinu og ekki fella neina dóma sjálf þar til í lok réttarhaldanna,“ segir Ása í yfirlýsingu sem lögmaður hennar, Robert A. Macedonio, birti í aðdraganda réttarhaldanna. Ekki liggur fyrir hvenær þau hefjast en gert er ráð fyrir að þau verði löng.

„Ég leyfi honum að njóta vafans, það eigum við öll skilið,“ segir Ása í yfirlýsingunni.

Að sögn Macedonio heimsækir Ása Rex í hverri viku í fangelsið í Suffolk sýslu, þar sem hann er vistaður. Sagði hann að Ása trúi því ekki að Rex sé fær um að fremja þau ódæði sem hann er sakaður um.

Sendi fjölskyldum fórnarlamba samúðarkveðju

Rex er sakaður um að hafa myrt að minnsta kosti fjórar konur á margra ára tímabili og grafið þær á Gilgó ströndinni í New York, skammt frá heimili þeirra hjóna í Massapequa Park. Fórnarlömbin eru Maureen Brainard-Barnes, Amber Lynn Costello, Megan Waterman og Melissa Barthelemy, konur á þrítugsaldri sem taldar eru hafa stundað vændi.

Sjá einnig:

Birti óafvitandi mynd af meinta raðmorðingjanum og hæddist að honum löngu fyrir handtökuna

Sagði Macedonio að Ása sendi fjölskyldum fórnarlambanna innilegar samúðarkveðjur. „Engin á skilið að deyja á þennan hátt,“ las hann upp úr yfirlýsingunni.

Flutt úr bænum

Mikið var fjallað um Ásu og börnin þeirra Rex í tengslum við rannsókn á heimilinu í Massapequa Park. Ofan á allt annað var greint var frá því að hún væri að glíma við mikil veikindi og húsið var svo gott sem tekið í sundur við leit að sönnunargögnum. Macedonio segir að hún og börnin búi ekki lengur í bænum.

Greint hefur verið frá því að Ása hafi samið við sjónvarpsstöðina NBC um gerð heimildarmyndar um málið. Um er að ræða tugmilljón króna samning. Fjölskyldur fórnarlambanna hafa gagnrýnt stöðina harðlega fyrir samnigninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa