fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan gekk of langt þegar hún handtók konu fyrir að henda fötum kærastans út um glugga í dramatískum sambandsslitum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. mars 2024 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu hafa verið dæmdar bætur upp á 100 þúsund krónur vegna óþarflega langrar dvalar í fangaklefa. Þar fékk hún að dúsa í 9 klukkustundir þrátt fyrir að vera grunuð um minniháttar brot. Svo virðist sem að málið hafi í kjölfarið ekkert verið rannsakað og var svo formlega fellt niður rúmu ári síðar.

Atvik máls áttu sér stað í mars 2018. Konan var að ganga í gegnum sambandsslit og var að deila við sinn fyrrverandi. Sá fyrrverandi hringdi í lögreglu og sagðist óttast að konan væri í sjálfsvígshættu. Lögreglan hafði upp á konunni þar sem hún var í göngutúr og fylgdu henni heim.

Hún sagðist hafa drukkið þrjá bjóra. Hún og kærasti hennar hefðu nýlega hætt saman en hann byggi enn í íbúðinni sem hún væri með á leigu. Hún sagðist í engum sjálfsvígshugleiðingum, heldur bara þreytt og vildi fara að sofa.

Lögregla taldi enga ástæðu til frekar afskipta og yfirgaf íbúðina. Ekki leið þó að löngu áður en fyrrverandi kærastinn hringdi aftur. Nú sagði hann konuna vera að skemmta muni í hans eigu.

Aftur kom lögreglan og hitti þá fyrir manninn og vinkonu hans sem stóðu fyrir utan heimili konunnar. Þau sögðust vera þangað komin til að sækja föt mannsins, en konan hafi hent þeim út um gluggan. Sum fötin væri skemmt. Svo hefði konan sent skilaboð, hún væri að fara út og ættu þau að koma á meðan hún væri fjarverandi og sækja eigur mannsins. Þetta hafi þau gert, en þá kom konan aftur og rak þau út. Þegar þau neituðu hafi konan ýtt þeim út.

Lögregla ræddi aftur við konuna sem brást illa við tilmælum um að hún ætti að hleypa sínum fyrrverandi inn að sækja dótið sitt. Hún tilkynnti eins lögreglu að hún ætlaði áfram að henda eigum mannsins út um gluggann.

Þá var konan handtekin og sagði í lögregluskýrslu að hún væri grunuð um eignaspjöll og líkamsárás. Ekki var konan lukkuleg með þessa vendingu og brást illa við því að vera hneppt í járn. Hún var svo flutt í fangaklefa á fimmta tímanum um morguninn og ekki sleppt fyrr en að lokinni skýrslutöku um klukkan 14. Lögreglumál gegn henni var fellt niður sumarið 2019.

Konan byggði því að handtaka hafi verið ólögmæt. Hún hafi verið tilgangslaus, án tilefnis og gengið lengra en þörf var á. Ró hennar hafi verið raskað að óþörfu og henni valdið miklum óþægindum. Hún hafi ekkert sér til sakar unnið og engin ástæða fyrir lögregluafskiptum, hvað þá frelsissviptingu heila nótt.

Hún tók fram að þarna hafi hún verið heima hjá sér, að vísa þaðan út óboðnu fólki. Hún hafi viljað fara að sofa en hennar fyrrverandi raskað ró hennar með stöðugu áreiti þar sem hann heimtaði eigur sínar. Hún þorði ekki að hleypa honum inn og henti fötum hans út um glugga. Veður var gott og því hafi eigur mannsins ekki orðið fyrir skemmdum. Í stað þess að taka fötin og koma sér burt hafi maðurinn þó haldið áfram að áreita hana og reynt að komast inn.

Ekki hafi verið um ölvun að ræða, enda hafi hún aðeins drukkið þrjá bjóra og komi fram í lögregluskýrslu að við komu á lögreglustöð hafi hún verið skýr í framburði, sjáöldruð eðlilega og hún vel áttuð. Líklega hafi lögregla aðeins handtekið hana til að koma í veg fyrir frekari símtöl frá manninum. Engin ástæða var til að saka hana um líkamsárás, enda hafi hún bara ýtt manninum út úr íbúðinni, en engan meitt.

Dómari taldi þó að konan hefði sjálf stuðlað að handtöku sinni með því að lýsa því yfir að ætla að halda áfram að henda eigum mannsins út, þrátt fyrir afskipti lögreglu. Hins vegar hafi ekkert tilefni verið til þess að halda henni í fangageymslu í 9 klukkustundir.

Hún ætti því rétt til bóta sem væru hæfilega metnar 100 þúsund krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína