fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Þrír drengir á unglingsaldri réðust á tíu ára dreng við Rimaskóla – „Hann er mjög aumur í maganum og enn þá í miklu sjokki“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. desember 2024 18:27

Árásin átti sér stað við Rimaskóla í Grafarvogi í dag. Mynd/Reykjavíkurborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir tíu ára drengs greinir frá því að hann hafi orðið fyrir líkamsárás af hendi þriggja eldri drengja við Rimaskóla síðdegis í dag. Drengirnir sem réðust á hann voru á aldrinum 14 til 16 ára.

„Hann er mjög aumur í maganum og enn þá í miklu sjokki,“ segir móðirin Kristín S. Hall við DV. En hún greindi frá líkamsárásinni í íbúagrúbbu í Grafarvogi í dag.

Sonur hennar, sem er 10 ára gamall, varð fyrir árás rétt eftir skólalok í dag við Rimaskóla. Þrír eldri piltar, líklega á aldrinum 14 til 16 ára réðust á hann eftir að hann neitaði að gefa þeim boltann sinn.

Fyrst héldu tveir þeirra í hann og sá þriðji kýldi hann í magann. Svo tóku þeir af honum skólatöskuna og köstuðu henni á milli sín. Eftir það hlupu þeir í burtu þegar þeir heyrðu önnur börn koma.

Í færslunni gaf Kristín lýsingu á drengjunum og bað fólk að hafa samband í einkaskilaboðum ef fólk þekkti til þeirra.

Sá sem kýldi son hennar var með gleraugu, í blárri úlpu, hvítum snjóbuxum og með græna húfu.

Annar var í svartri úlpu, svörtum snjóbuxum, með hvíta húfu og dökkur á hörund.

Sá þriðji í jólapeysu og svörtum buxum.

„Því miður þá hefur enginn komið fram,“ segir Kristín aðspurð um hvort tilkynningin hafi borið árangur til þessa.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga