fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Kristrún með stjórnarmyndunarumboð og ræðir við Þorgerði og Ingu

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 3. desember 2024 11:13

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur veitt Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar stjórnarmyndunarumboð. Kristrún hyggst ræða við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær munu funda eftir hádegi í dag.

Kristrún fundaði með Höllu í morgun á Bessastöðum. Kristrún tjáði forseta að hún væri í virku samtali við formenn annarra flokka sem hafi einnig tjáð henni að þeir væru reiðubúnir í viðræður.

Fari svo að Kristrún, Þorgerður og Inga, sem nú eru kallaðar valkyrjurnar þrjár af gárungum, nái saman um myndun ríkisstjórnar. Þá hefði hún á bak við sig 36 manna þingmeirihluta. Í stjórnarandstöðu yrðu þá Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsóknarflokkur með samanlagt 27 menn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga