fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Dagur segist vera grunaður um grín

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 13:08

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og frambjóðandi Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum á morgun, tjáir sig á Facebook-síðu sinni um kæru sem hefur verið lögð fram á hendur honum fyrir meint brot á kosningalögum. Finnst Degi augljóslega lítið til kærunnar koma og segist vera grunaður um grín.

Kæran snýst um athugasemd sem Dagur setti við færslu Baldvins Jónssonar, tengdaföður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, en í henni sagði Dagur í gríni að hann hvetti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir nafn hans á kjörseðlinum. Geri fólk slíkt verður kjörseðilinn ógildur. Var í gagnrýni á þessa tilraun Dags til að vera fyndinn vísað til þess að það væri brot á kosningalögum að reyna að afvegaleiða kjósendur til að fá þá til að ógilda kjörseðilinn.

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður

Með færslunni birtir Dagur mynd af kærunni, sem maður að nafni Lúðvík Lúðvíksson hefur lagt fram, og sömuleiðis mynd af sér í þverröndóttri peysu:

„Jæja, þá er búið að kæra mann, grunaður um grín. Verð að hætta að vera í þessari röndóttu peysu. Allt of fangaleg. Takk Morgunblaðið! Takk Sjálfstæðisflokkurinn! Ég vona að þið fáið húmorinn aftur eftir helgi. Eða ekki. Það er ekki öll vitleysan eins!“

Meðal þeirra sem lýsa furðu sinni á kærunni eru Egill Helgason fjölmiðlamaður og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Egill skrifar:

„Meiri þvælan. Vegna pínulítillar gamansemi fá einhverjir þá flugu í höfuðið mitt í hita kosninganna að hafa uppi klögumál á hendur Degi. Og svo er hægt að kokka upp svona frétt í Mogganum. Tilefnið er ekkert en lágkúran algjör.“

Með færslu sinni birtir Egill skjáskot af fyrirsögn á frétt Morgunblaðsins sem er:

„Dagur sætir kæru.“

Í færslu á sinni Facebook-síðu tekur Össur undir með þeim sem lýsa furðu sinni á viðbrögðunum við þessum orðum Dags:

„Góð vísa er aldrei of oft kveðin: Vörumst hættu til hægri! Annars sýnist mér að öll himintungl séu að skipa sér í rétta röð og heimurinn sé heldur betri í dag en í gær. Næstu daga verður fagnaðarerindi sósíaldemókratismans boðað af innblásnu hjarta í allt annarri heimsálfu. Á Vestó tekur þó kötturinn Kári símann ef einhvern vantar pólitíska ráðgjöf…Að lokum hvet ég alla íhaldsmenn til að strika yfir Dag!“

Spurningin er kannski hvort Össur megi nú eiga von á kæru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður íslensku kúnni skipt út fyrir norrænar rauðar kýr? Við gætum grætt vel á því

Verður íslensku kúnni skipt út fyrir norrænar rauðar kýr? Við gætum grætt vel á því
Fréttir
Í gær

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“
Fréttir
Í gær

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent