fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var kveðinn upp dómur í Bretlandi í máli sem Samherji hf. höfðaði vegna brota á vörumerkjaréttindum félagsins. Fallist var allar kröfur Samherja hf.

Málssóknin snerist um listaverkið „We´re Sorry“ sem listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, nú Odee Friðriksson,  setti upp vorið 2023, þá nemandi í Listaháskóla Íslands.

Oddur bjó til heimasíðu og fréttatilkynningar sem hann sendi í nafni Samherja þar sem beðist var afsökunar. Mátti skilja sem svo að Samherji væri að biðjast afsökunar á framkomu sinni í Namibíu sem hefur verið fjallað mikið um í fjölmiðlum undanfarin ár.

Skömmu eftir að verkið fór í loftið gaf Samherji frá sér yfirlýsingu um að óprúttnir aðilar væru að verki sem hefðu sent falsaða tilkynningu í nafni félagsins. Heimasíðan eða fréttatilkynningarnar hefðu ekki nein tengsl við útgerðarfélagið.

Eftir það steig Oddur fram og greindi frá því að gjörningurinn væri lokaverkefni hans í Listaháskóla Íslands. Það yrði til sýningar á Listasafni Reykjavíkur.

Heimasíðan var með breskri lénaskráningu og málið því tekið fyrir þar í landi. Oddur safnaði fyrir lögfræðiaðstoð vegna málsóknar Samherja á hendur honum á GoFundMe og sagði málið snúast um tjáningarfrelsi.

Sjá einnig: Oddur Eysteinn safnar fyrir vörn gegn málsókn Samherja – Lögmenn hans geti ekki lengur unnið án þóknunar

Í tilkynningu á vef Samherja kemur fram að dómur hafi verið kveðinn upp í morgun og í honum komi fram að Oddi hafi verið þetta óheimilt og var málsástæðum hans um listrænan gjörning hafnað.

Í dómsforsendum er því slegið föstu að notkun vörumerkis Samherja við hönnun vefsíðunnar hafi verið gerð í því skyni að ljá vefsíðunni trúverðugleika en ekki í þeim tilgangi að varpa fram gagnrýni. Notkun vörumerkis og öll framsetning vefsíðunnar hafi verið eins og um væri að ræða opinbera vefsíðu félagsins. Þannig hafi hönnun síðunnar hvorki falið í sér listræna skopstælingu né skrumskælingu sem rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem listamenn njóta.

Það er niðurstaða dómarans að uppsetning vefsíðunnar á léni með nafni félagsins, og vísvitandi framsetning rangra upplýsinga þar inni, hafi falið í sér ásetning um blekkingar. Þá er ekki fallist á að framangreint feli í sér ólögmætar skerðingar á tjáningarfrelsi enda geti tjáningarfrelsi sætt takmörkunum vegna lögbundinna réttinda annarra og þar undir falla vörumerkja- og hugverkaréttindi.

„Við erum að sjálfsögðu ánægð með þessa niðurstöðu. Við vorum knúin til þess að verja vörumerki okkar með málshöfðun þegar öllum mildari úrræðum var hafnað. Dómurinn er afdráttarlaus um hvað geti flokkast sem listræn tjáning og hvað teljist misnotkun á skráðu vörumerki. Sú niðurstaða hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir þær menntastofnanir sem lögðu blessun sína yfir augljós vörumerkjabrot undir formerkjum listsköpunar,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?
Fréttir
Í gær

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna
Fréttir
Í gær

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund