fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Upplýsingar um leynilega áætlun Pútíns hafa lekið út

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2024 04:00

Kim Jong-Un og Pútín heilsast í heimsón þess fyrrnefnda til Rússlands í september 2023.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið vitað að Norður-Kórea sér Rússum fyrir vopnum og skotfærum til að nota í stríðinu í Úkraínu og nú hafa Norðurkóreumenn einnig sent hermenn til að berjast við hlið rússneskra hermanna. Nú hafa upplýsingar um leynilega áætlun Pútíns varðandi þetta lekið út.

The Economist, The Wall Street Journal og Kyiv Post skýrðu nýlega frá ýmsum atriðum í samningi ríkjanna. Þau gerðu „samstarfssamning“ í sumar þegar Vladímír Pútín, sem er í raun einræðisherra í Rússlandi, heimsótti starfsbróður sinn Kim Jong-un í Norður-Kóreu.

Í samningnum er að sögn Pútíns kveðið á um gagnkvæma aðstoð ríkjanna ef ráðist er á annað þeirra. Þetta sagði hann á fréttamannafundi þegar samningurinn var undirritaður. Við það tækifæri sagði hann einnig að Rússlandi útiloki ekki hernaðarsamstarf við Norður-Kóreu.

Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, sagði í samtali við The Economist að megininnihald samningsins sé að Norður-Kórea eigi að leggja Rússum til hermenn, herforingja og hershöfðingja sem eigi að berjast með Rússum í Úkraínu. Þess utan skuldbatt Norður-Kórea sig til að senda Rússum 1,8 milljónir skotfæra áralega auk flugskeyta.

Á móti muni Rússar veita Norður-Kóreu efnahagsaðstoð og láta þeim tækniþekkingu í té. Þar sé um að ræða háþróaða tækni. Einnig muni þeir aðstoða Norður-Kóreu við þróun og smíði kjarnorkuvopna. Nánar tiltekið muni Rússar aðstoða við þróun vígvallarkjarnorkuvopna og kerfa til að skjóta flugskeytum úr kafbátum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni