fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Sóði við Spöngina: „Sá ég stykkin frá honum detta þegar ég keyrði fram hjá“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í Grafarvogi segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa orðið vitni að miður skemmtilegri uppákomu við Spöngina um hádegisbilið í gær.

Íbúinn vakti athygli á þessu í Facebook-hópi íbúa í Rimahverfi.

Í færslu sinni sagði hann að ástæða þess að hann býr í úthverfi sé friður, ró og öryggi og lítil sem engin drykkjulæti.

„Nú hér áðan á hádegi á sunnudegi var ég vitni að því þegar maður með buxurnar á hælunum gerði þarfir sýnar við gangstíg fyrir ofan bensínstöðina í Spöng, þessi maður var ekkert að fela þetta hann stóð uppréttur þarna með rassinn í átt að Spönginni og sá ég stykkin frá honum detta þegar ég keyrði fram hjá,“ segir maðurinn en þetta er ekki það eina.

„Ég hef líka orðið var við menn sem sitja að drykkju á leiksvæði fyrir neðan Laufrima. Er þetta það sem þessi blessaða borgarstjórn er að bjóða okkur upp á? Ég sé enga lausn í því að flytja ógæfufólk í úthverfin þar sem löggæslan er minni og alls ekki sýnileg. Það hræðir mig sérstaklega þegar ég er farinn að sjá þessa menn á leiksvæðum barna um miðjan dag að drykkju.“

Færsla mannsins vakti talsverð viðbrögð og sagði einn íbúi að að fyrir skemmstu hafi maður verið að kasta af sér þvagi í runna við leiksvæði hjá Mosa- og Laufrima. Börn voru að leik á svæðinu og nefnir hann að frekar skelkuð stúlka hafi verið að passa stutt frá.

„Að sjálfsögðu var hann hrakinn í burtu en þetta er glatað að hafa í hverfinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum